Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55 „Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00 Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Skoðun 5.1.2026 18:01 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43 Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins. Skoðun 5.1.2026 13:30 Öryggi Íslands á ólgutímum Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Skoðun 5.1.2026 07:31 „Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25 Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39 „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Innlent 3.1.2026 21:55 „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Innlent 3.1.2026 19:23 Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2.1.2026 09:18 Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023. Innlent 1.1.2026 13:34 Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19 Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu. Innlent 1.1.2026 08:48 „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19 Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma. Innlent 31.12.2025 15:12 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings. Innlent 31.12.2025 14:37 „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. Innlent 31.12.2025 14:35 Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi. Innlent 31.12.2025 12:03 Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að myndbandsupptaka sé til af því þegar skór dóttursonar hennar voru teknir í Borgarholtsskóla fyrr á árinu. Innlent 31.12.2025 11:14 Þetta fengu ráðherrarnir gefins Árlega birta ráðherrar ríkisstjórnarinnar lista yfir þær gjafir sem þeir hafa hlotið á árinu. Lífið 31.12.2025 07:00 Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Ríkisráð fundaði í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast mjög sáttir við sitt fyrsta ár í ríkisstjórn. Innlent 30.12.2025 21:01 Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum. Innlent 30.12.2025 19:10 Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili. Innlent 30.12.2025 18:37 Níu ráðherrar funda með Höllu Ríkisráðsfundur hófst klukkan þrjú á Bessastöðum í dag. Þar funda ráðherrar ríkistjórnarinnnar með forseta lýðveldisins. Innlent 30.12.2025 15:31 „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. Viðskipti innlent 30.12.2025 12:01 Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Skoðun 30.12.2025 11:30 Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Neytendur 30.12.2025 11:12 Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Innlent 30.12.2025 08:24 Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Viðskipti innlent 30.12.2025 07:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 67 ›
Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6.1.2026 08:55
„Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00
Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Skoðun 5.1.2026 18:01
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43
Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins. Skoðun 5.1.2026 13:30
Öryggi Íslands á ólgutímum Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Skoðun 5.1.2026 07:31
„Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25
Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“. Innlent 4.1.2026 12:39
„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Innlent 3.1.2026 21:55
„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. Innlent 3.1.2026 19:23
Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2.1.2026 09:18
Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023. Innlent 1.1.2026 13:34
Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19
Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu. Innlent 1.1.2026 08:48
„Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir Samfylkinguna og Viðreisn hafa slegið Íslandsmet í svikum á kosningaloforðum. Innlent 31.12.2025 15:19
Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma. Innlent 31.12.2025 15:12
Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings. Innlent 31.12.2025 14:37
„Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar um atkvæðagreiðslu vegna viðræðna við Evrópusambandið í Kryddsíld. Innlent 31.12.2025 14:35
Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi. Innlent 31.12.2025 12:03
Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að myndbandsupptaka sé til af því þegar skór dóttursonar hennar voru teknir í Borgarholtsskóla fyrr á árinu. Innlent 31.12.2025 11:14
Þetta fengu ráðherrarnir gefins Árlega birta ráðherrar ríkisstjórnarinnar lista yfir þær gjafir sem þeir hafa hlotið á árinu. Lífið 31.12.2025 07:00
Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Forsætisráðherra segir ekki ganga til lengdar að ein og sama manneskjan gegni mörgum ráðherraembættum í einu. Ríkisráð fundaði í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna segjast mjög sáttir við sitt fyrsta ár í ríkisstjórn. Innlent 30.12.2025 21:01
Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Ríkisstjórnin virðist ekki hafa staðist þær væntingar sem meirihluti landsmanna hafði til hennar á því ári sem liðið er frá því ný stjórn tók við völdum ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Ánægja með aðgerðir ríkisstjórnarinnar mælist einna minnst í mennta- og heilbrigðismálum samkvæmt nýrri könnun þar sem spurt var um afstöðu til árangurs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í nokkrum málaflokkum. Innlent 30.12.2025 19:10
Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjómenn eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að takmarka heimild til samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Breytingin er sögð leiða til aukinnar skattheimtu á sjómenn og fjölskyldur þeirra. Þetta ályktaði aðalfundur Sjómannafélags Íslands í gær. Stjórnvöld segja breytinguna aðallega hafa áhrif á tekjuhærri heimili. Innlent 30.12.2025 18:37
Níu ráðherrar funda með Höllu Ríkisráðsfundur hófst klukkan þrjú á Bessastöðum í dag. Þar funda ráðherrar ríkistjórnarinnnar með forseta lýðveldisins. Innlent 30.12.2025 15:31
„Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. Viðskipti innlent 30.12.2025 12:01
Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Skoðun 30.12.2025 11:30
Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt. Neytendur 30.12.2025 11:12
Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar mótmælir harðlega áformum stjórnvalda um að falla frá reglum og lögum um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Innlent 30.12.2025 08:24
Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum. Viðskipti innlent 30.12.2025 07:39