Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Já­kvæð gagn­vart nýrri at­vinnu­stefnu

Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin.

Innlent
Fréttamynd

Boða laga­breytingu til að heimila SKE að stöðva tíma­fresti við rann­sókn sam­runa

Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.

Innherji
Fréttamynd

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn í marga mánuði

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sendu kæligáma til Úkraínu

Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lang­flestir lög­reglu­menn á Suður­nesjum

Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú söfn í eina sæng

Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

„Ekkert ó­eðli­legt við það að endur­skoða þetta kerfi“

Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. 

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst þetta vera svo­lítil von­brigði“

Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar í hluta­starfi oft tekju­hærri en fólk í fullu starfi

Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert heil­brigðis­eftir­lit á Ís­landi?

Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður.

Skoðun
Fréttamynd

Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð

Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar.

Innlent
Fréttamynd

SHÍ gagn­rýnir fækkun heilbrigðiseftirlita

Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum.

Innlent
Fréttamynd

„Það skiptir máli að vera í réttu banda­lagi“

Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn við Úkraínu bein­tengdur öryggi Ís­lands

Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd

Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Eplin í andlitshæð

Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum.

Skoðun
Fréttamynd

Fækka eftir­lits­aðilum veru­lega

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo.

Innlent