Umhverfismál

Fréttamynd

Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar

„Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Óttast bakslag vegna orkukreppunnar

„Það er mikið í húfi á þessari ráðstefnu,“ segir Egill Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, sem situr nú loftslagsráðstefnuna COP27 fyrir hönd samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Á fimmta tug full­trúa Ís­lands á COP27

Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi.

Innlent
Fréttamynd

Þýðing nagla­dekkja­gjalds?

Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum.

Skoðun
Fréttamynd

Jákvæðir angar rafbíla

„Hvaða hávaði er þetta?“ hugsaði ég með mér þar sem ég sat og sötraði morgunkaffið. Glugginn var opinn og smám saman rann það upp fyrir mér. Þetta var díseltrukkur í lausagangi.

Skoðun
Fréttamynd

Spyrja hvort að hval­veiðum við Ís­land sé lokið fyrir fullt og allt

Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein

Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð.

Innlent
Fréttamynd

Eins umhverfisvænn bílabruni og hægt er

Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar, segir bílabrunann sem varð á gámasvæði Terra rétt fyrir utan Akranes í dag vera eins umhverfisvænan og hægt er. Stillt veður hefur komið í veg fyrir að reykur leggist yfir bæinn. 

Innlent
Fréttamynd

Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut

Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Tóku um­hverfis­málin í gegn og bjóða nú vist­væn kaffi­hylki

„Nýjasta varan okkar eru umhverfisvæn kaffihylki sem passa í nespressovélar og sambærilegar vélar. Flest slík hylki eru úr áli eða plasti en við vildum frekar bjóða upp á kost sem þyrfti ekki að endurvinna. Hylkin eru gerð úr plöntutrefjum sem brotna álíka hratt niður í náttúrunni og margur hefðbundinn lífrænn úrgangur. 

Samstarf
Fréttamynd

Óþrifnaður við gosstöðvarnar

Mörg hundruð manns leggja leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á hverjum degi þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá goslokum. Klósettskortur á svæðinu hefur verið til vandræða þar sem þreyttir göngugarpar hafa gert þarfir sínar úti í náttúrunni og skilið ummerkin eftir.

Innlent
Fréttamynd

Telja keisaramörgæsina nú í útrýmingarhættu

Bandarísk stjórnvöld settu keisaramörgæsina á lista yfir dýrategundir sem eru taldar í hættu á útrýmingu í gær. Hnattræn hlýnun og bráðnun hafíss við Suðurskautslandið er talin ógna þessari stærstu mörgæsartegund jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Bar að stöðva tæmingu Ár­bæjar­lóns tafar­laust

Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna.

Innlent