Umhverfismál

Fréttamynd

Ungir Píratar með pizzukrók á móti bragði

Fregnir af tilraunum einhverra skólastjórnenda til þess að letja skólabörn frá þátttöku í loftslagsverkfalli síðustu viku með flatbökum varð til þess að Ungir Píratar ákváðu að koma með krók á móti því bragði.

Lífið
Fréttamynd

Telja að þungmálmar drepi mosa

Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum.

Innlent
Fréttamynd

Vakúmpakkaða gúrkan

Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á "adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum?

Skoðun
Fréttamynd

Frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds.

Innlent
Fréttamynd

Fundu 40 kíló af plasti í hvalshræi

Hvalshræ sem skolaði á land á Filippseyjum á dögunum hefur verið krufið og er dánarorsökin ljós. Vísindamenn hafa greint frá því að hvalurinn hafi drepist vegna ofþornunar og hungurs sem rekja má til þeirra 40 kílóa af plastpokum sem fundust í maga hvalsins.

Erlent
Fréttamynd

SÞ stefna að minni plastnotkun árið 2030

Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að ríki heims skuli draga verulega úr plastnotkun sinni fyrir árið 2030. Samþykktin var niðurstaða umhverfisráðstefnu SÞ í Naíróbí, höfuðborg Kenía.

Erlent
Fréttamynd

Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir

Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þáttt.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“

Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Fórnarlamb flugumannsins sem kom til Íslands stígur fram

Tvær breskar konur hafa stigið fram og sagt frá því hvernig þær voru blekktar í ástarsamband við tvo lögreglumenn sem störfuðu sem flugumenn. Annar lögreglumaðurinn er Mark Kennedy sem sagður er hafa njósnað um mótmælendur sem mótmæltu Kárahnjúkavirkjun.

Erlent
Fréttamynd

Vakta eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni

Umhverfisstofnun í samstarfi við aðrar stofnanir vakta nú eitruð og hættuleg efni í yfirborðsvatni á Íslandi. Vöktunin er hluti af innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Fyrstu niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega en þá mun koma í ljós hvort vatnið standist þau umhverfismörk sem eru í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland

Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun.

Innlent