Stj.mál

Fréttamynd

Sameinast verði um samgöngubætur

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að landsmenn eigi að sameinast um samgöngubætur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Kjördæmapot komi í veg fyrir að ráðist sé í átak sem dragi verulega úr banaslysum.

Innlent
Fréttamynd

Hlé á R-listaviðræðum

Viðræðunefnd flokkanna þriggja sem standa að R-listanum ákvað á síðasta fundi sínum á fimmtudag að gera hlé á viðræðum sín á milli. Næsti fundur flokkanna verður haldinn mánudaginn 27. júní.

Innlent
Fréttamynd

Lögmaður kennir endurskoðanda um

Mistök endurskoðunarfyrirtækis urðu til þess að fjölskyldufyrirtækis forsætisráðherra var ekki getið í upplýsingagjöf S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Lögmaður S-hópsins segir mistökin ekki hafa neina þýðingu.

Innlent
Fréttamynd

Rógsherferð á hendur Halldóri

"Mér finnst það mjög alvarlegt þegar trúverðugleiki ríkisendurskoðunar er dreginn í efa. Hún var sett á stofn til að Alþingi gæti leitað til hennar og mér sýnist sem viðbrögð stjórnarandstöðunnar séu byggð á einhverju allt öðru en málefnalegri afstöðu," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ótækt að stofnun skoði eigin verk

Lúðvíki Bergvinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, finnst ótækt að Ríkisendurskoðandi rannsaki sjálfur meint vanhæfi forsætisráðherra varðandi bankasöluna. Hann segir erfitt fyrir Ríkisendurskoðanda að rannsaka eigin verk.

Innlent
Fréttamynd

Sérframboð í Skagafirði

Samfylkingin mun bjóða fram sér í Skagafirði í næstu sveitarstjórnarkosningum. Ákvörðunin var tekin á félagsfundi Samfylkingarinnar í Skagafirði fyrir stuttu. Þetta þýðir að Skagafjarðarlistinn býður ekki fram í næstu sveitarstjórnarkosningum eins og síðustu tvennar kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ísland tekur við forystu í Eystras

Davíð Oddsson ávarpaði í gær fund utanríkisráðherra aðildarríkja Eystrasaltsríkjanna sem stendur yfir í Stettin í Póllandi. Ísland hefur tekið við formennsku í Eystrasaltsráðinu og mun gegna henni í eitt ár.

Innlent
Fréttamynd

Skagafjarðarlisti ekki aftur fram

Samfylkingin í Skagafirði ákvað á félagsfundi 6. júní sl. að við næstu sveitarstjórnarkostningar, sem fram fara 2006 myndi Samfylkingin bjóða fram undir eigin merkjum.  Jafnframt samþykkti fundurinn að fela stjórn félagsins að hefja undinbúning að framboði flokksins í næstu sveitarstjórnarkosningu m.a. með að skoða aðferðir við skipan framboðslista, undirbúning málefna og fleiri atriða.

Innlent
Fréttamynd

Hæfi Halldórs í rannsókn

Ríkisendurskoðandi rannsakar hvort eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans valdi því að hann hafi verið vanhæfur við sölu á Búnaðarbankanum. Sigurður Þórðarson segir verið sé að afla gagna um eignarhluti og atburðarrás.

Innlent
Fréttamynd

Nýir óháðir aðilar skoði bankasölu

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna telja það stórpólitísk tíðindi að bankasölumálið hafi komist á svo alvarlegt stig að hæfi sjálfs forsætisráðherra sé dregið í efa. Þeir segja óþægilega stöðu Ríksendurskoðunar í málinu kalla á þá spurningu hvort ekki sé tímabært að fá nýja óháða skoðun á sölu ríkisbankanna.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn sé stórpólitísk tíðindi

Stjórnarandstaðan kallar það stórpólitísk tíðindi að Ríkisendurskoðandi dragi í efa hæfi forsætisráðherra þegar tekin var ákvörðun um sölu ríkisbankanna. Formaður Vinstri - grænna segir að það yrði ekki einungis áfellisdómur yfir forsætisráðherra, yrði hann talinn vanhæfur, heldur einnig yfir fyrri störf Ríkisendurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Efi um Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun rannsakar nú upplýsingar sem snerta hugsanlegt vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna síðla árs 2002. Gögn sem gáfu tilefni til athugasemda lágu þegar fyrir í minnisblaði ríkisendurskoðunar á fundi hennar með fjárlaganefnd á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Gögn ríkisendurskoðunar stangast á

Stjórnarandstaðan telur ótækt að Ríkisendurskoðun rannsaki sjálf hvort hennar eigin skýrslur gefi tilefni til vanhæfisathugunar á þætti forsætisráðherra við sölu ríkisbankanna. Gögn embættisins fela í sér misvísandi upplýsingar um þátt félags í eigu ættingja forsætisráðherra í söluferli ríkisbankanna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld með minnimáttarkennd

Fyrir helgina vann Hjörleifur mál fyrir Hæstarétti sem margir telja að verði fordæmisgefandi fyrir umhverfisvernd og aðild almennings að ákvörðunum sem valdið geta spjöllum á náttúrunni ellegar mengun af mannavöldum.

Innlent
Fréttamynd

Fengu helmingi meiri launahækkun

Ráðherrar og þingmenn hafa fengið helmingi meiri launahækkun en aðrir í þjóðfélaginu frá árinu 2003. Þeir hafa fengið yfir tuttugu prósenta launahækkun á sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um tíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Starfsleyfi Alcoa ekki afturkallað

Lögmaður Umhverfisstofnunar segir starfsleyfi Alcoa fyrir álveri í Reyðarfirði ekki verða afturkallað þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um að álverið þurfi að fara í umhverfismat. Hjörleifur Guttormsson telur að stöðva þurfi framkvæmdirnar í Reyðarfirði á meðan umhverfisáhrif verði metin.

Innlent
Fréttamynd

Tíma sóað fyrir þrjósku og hroka

"Þetta sýnir að almenningur hefur möguleika á að hafa áhrif og stjórnvöld mega ekki hunsa lög og reglur," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um nýfallinn dóm Hæstaréttar varðandi umhverfismat álverksmiðju Alcoa.

Innlent
Fréttamynd

Halldór á fund Noregskonungs

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, verður í opinberri heimsókn í Noregi boði Stórþingsins dagana 11.-14. júní þar sem hann hittir meðal annars Harald Noregskonung. Með þingforseta í för verða eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti Alþingis, Birgir Ármannsson, 6. varaforseti Alþingis, og Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri skrifstofu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Árni til Svíþjóðar

Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður sendiherra Íslands í Svíþjóð í haust samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins. Jafnframt er ákveðið að Svavar Gestsson, núverandi sendiherra í Stokkhólmi, flytjist til Danmerkur.

Innlent
Fréttamynd

Fá að nýju fjárhagsaðstoð

Serbía og Svartfjallaland fá nú að nýju fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að tólf eftirlýstir stríðsglæpamenn frá Serbíu hafa verið framseldir til alþjóðadómstólsins í Haag á þessu ári. Nú er vonast til þess að Ratko Mladic, sem leiddi serbneska herinn í borgarastríðinu á árunum 1992-1995, verði loksins handtekinn og framseldur.

Erlent
Fréttamynd

Andstaða við brottflutning vex

Andstaða við brottflutning gyðinga frá Gasasvæðinu fer vaxandi meðal almennings í Ísrael og palestínsk stjórnvöld gagnrýna hvernig að honum er staðið. Það eina sem Ariel Sharon virðist geta huggað sig við er að Hæstiréttur í Ísrael lagði blessun sína yfir fólksflutningana í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hæfi Halldórs rannsakað

Ríkisendurskoðun ætlar að kanna hvort forsætisráðherra hafa verið vanhæfur til að fjalla um sölu ríkisbankanna á sínum tíma vegna tengsla við Skinney Þinganes og fyrirtæki S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann. Forsætisráðherrann neitaði viðtali en segist fagna rannsókninni.

Innlent
Fréttamynd

Brottflutningur frá Gasa löglegur

Brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasa og fjórum stöðum á Vesturbakkanum er löglegur samkvæmt dómi hæstaréttar Ísraels í dag. Andstaða við brottflutninginn fer þó stigmagnandi meðal almennings í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Vafasömum lögum aflétt í Sýrlandi

Baath-flokkurinn í Sýrlandi, sem hefur öllu ráðið þar áratugum saman, hefur ákveðið að aflétta neyðarlögum sem hafa verið í gildi í fjörutíu og tvö ár. Þau leyfa yfirvöldum að handtaka borgara og rétta yfir þeim án rökstuðnings eða sjáanlegrar ástæðu. Lögin munu nú aðeins ná yfir brot á lögum sem varða þjóðaröryggi.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fleiri tillögur

Hópur íbúa á Álftanesi hafa safna undirskriftum gegn deiliskipulagi skipulagsyfirvalda í bænum. Á fimmtudag afhentu þeir bæjaryfirvöldum undirskriftirnar.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka ekki lokun Guantanamo

Bandarísk stjórnvöld útiloka ekki að fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu verði lokað. Rekstur búðanna hefur verið gagnrýndur harkalega en þar eru nú 540 fangar sem sumir hafa setið inni í rúm þrjú ár, án þess að hafa verið ákærðir.

Erlent
Fréttamynd

Ræddu hvarf 3000 manna í Kosovo

Embættismenn Kosovo Albana og Serba funduðu í Pristina í Kosovo í dag þar sem ætlunin var að ræða hvarf þriggja þúsunda manna í Kosovo á stríðstímum. Þetta er þriðji fundurinn þar sem Sameinuðu þjóðirnar reyna að fá þessar fyrrum stríðandi fylkingar til að ná lendingu um framtíð Kososvo.

Erlent
Fréttamynd

Á að flytja Bílddælinga til Kína?

Kristinn H. Gunnarsson segir að Framsóknarflokkurinn hafi fylgt þeirri stefnu að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. Hann er því algerlega ósammála formanni flokksins um að ekki megi flytja kvóta til sjávarbyggða þegar aðrar byggðir njóti annarra auðlinda.

Innlent
Fréttamynd

Full grein gerð fyrir lekanum

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vill að breska ríkisstjórnin geri fulla grein fyrir lekanum sem varð í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield. Umhverfisráðherra skrifaði Margaret Beckett, hinni bresku starfsystur sinni, bréf vegna þessa.

Innlent