Bandaríkin

Fréttamynd

Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO

Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Níu ríki Bandaríkjanna undirbúa afléttingu hafta

Níu ríki Bandaríkjanna tilkynntu í dag að vinna sé hafin við að undirbúa afléttingu þeirra hafta sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá sé vinna einnig hafin til að koma efnahagslífi þeirra aftur á réttan kjöl.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Pútin vilja hækka olíuverð

Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræddu í dag leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Verð á hráolíu hefur lækkað úr tæplega 70 dollurum á tunnu í janúar í rúmlega 30 dollara nú og það lækkaði aftur á mörkuðum í morgun. 

Erlent
Fréttamynd

Tíundi hver Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna

Tíundi hver vinnufær Bandaríkjamaður hefur misst vinnuna síðan stjórnvöld þar í landi fóru í víðtækar aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Alls hafa 16,8 milljónir manna sótt um atvinnuleysisbætur á síðustu þremur vikum, samkvæmt tölum Vinnumálaráðuneytisins í Washington.

Erlent
Fréttamynd

Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið

Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa andlitsgrímur fyrir milljarð dala

Yfirvöld í Kaliforníu hafa greint frá áformum sínum sem felast í því að verja nærri milljarði dala á mánuði til þess að kaupa um 200 milljón andlitsgrímur.

Erlent
Fréttamynd

Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump

Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“

Erlent
Fréttamynd

Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra

Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa.

Erlent