
Evrópudeild UEFA

Juventus marði Sporting | Jafnt í Þýskalandi
Öllum leikjum kvöldsins í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Juventus vann 1-0 sigur á Sporting frá Portúgal á meðan Bayer Leverkusen og Royale Union SG gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi.

Man Utd missti báða miðverðina af velli og henti frá sér unnum leik
Það má segja að Sevilla sé með tak á Manchester United en þrátt fyrir að lenda 0-2 undir á Old Trafford í kvöld tókst liðinu að jafna metin. Það er því allt jafnt fyrir síðari leik liðanna sem fram fer í Andalúsíu eftir viku. Það sem meira er, bæði Raphaël Varane og Lisandro Martínez fóru meiddir af velli. Sá síðari virtist alvarlega meiddur.

Glæsimark Wieffer kom Feyenoord yfir í einvíginu
Feyenoord vann 1-0 sigur á Roma í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Rómverjar klúðruðu vítaspyrnu í leiknum.

Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki
Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina.

Man. United mætir Sevilla í átta liða úrslitunum en Juve bíður
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United drógst á móti spænska félaginu Sevilla í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var í dag.

Kim Kardashian sá Arsenal tapa í gær
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var í stúkunni á Emirates þegar Arsenal tapaði fyrir Sporting eftir vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Rashford skoraði og United fór örugglega áfram
Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins er Manchester United vann 1-0 útisigur gegn Real Betis í Evrópudeild UEFA í fótbolta í kvöld. Rauðu djöflarnir voru með öruggt forskot eftir fyrri leikinn og unnu einvígið samtals 5-1.

Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni
Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni.

Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn.

Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford
Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir.

Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka
Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku.

Naumur sigur Juve og öll einvígin galopin
Angel Di Maria tryggði Juventus 1-0 sigur á Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Spenna er í nær öllum einvígjum í Evrópu- og Sambandsdeildunum eftir leiki kvöldsins.

United valtaði yfir Real Betis og svaraði fyrir risatapið
Manchester United vann í kvöld 4-1 sigur á Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United er því í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna á Spáni í næstu viku.

Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín
Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise.

Allt galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum
Arsenal og Sporting skildu jöfn þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er galopið fyrir seinni leikinn í Lundúnum.

Pogba mætti of seint og er ekki í hóp í kvöld
Paul Pogba verður ekki í leikmannahópi Juventus gegn Freiburg í Evrópudeildinni í kvöld. Pogba er nýkominn aftur eftir langvarandi meiðsli en var tekinn úr leikmannahópnum vegna agabrots.

Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á leikmann
Tvítugur stuðningsmaður PSV Eindhoven hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á Marko Dmitrovic, markvörð Sevilla, í Evrópuleik liðanna tveggja í febrúar.

Lewandowski skammaði Ansu Fati inni í klefa eftir tapið á Old Trafford
Manchester United sló Barcelona úr keppni í Evrópudeildinni eftir 2-1 sigur á Old Trafford á fimmtudagskvöldið. Eftir leikinn lenti liðsfélögunum Robert Lewandowski og Ansu Fati saman inni í klefa.

Man. United mætir aftur spænsku liði í Evrópudeildinni
Manchester United tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar með því að slá út Barcelona í gær og í dag kom í ljós hvaða lið stendur á milli lærisveina Erik ten Hag og átta liða úrslita keppninnar.

Sagði að Fred hefði verið eins og moskítófluga í kringum De Jong
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mærði markaskorara liðsins gegn Barcelona eftir leikinn í gær.

Segir að Ten Hag sé eins og Ferguson upp á sitt besta
Peter Schmeichel segir að Manchester United sé loksins búið að finna rétta eftirmann Sir Alex Ferguson, áratug eftir að Skotinn hætti sem knattspyrnustjóri liðsins.

Stuðningsmaður PSV réðst á markvörð Sevilla
Stuðningsmaður PSV Eindhoven réðst að markverði Sevilla, Marko Dmitrovic, í leik liðanna í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

„Trúin hjá leikmönnum og stuðningsfólki er alltaf til staðar“
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United í kvöld, var eðlilega í sjöunda himni þegar hann ræddi við blaðamenn eftir frækinn 2-1 endurkomusigur Man United á Barcelona í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Ótrúlegt gengi Union Berlín heldur áfram sem og Evrópuævintýri Rómverja
Sjö af átta viðureignum í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Bayer Leverkusen hafði betur gegn Monaco, Union Berlín sló út Ajax og Roma lagði Red Bull Salzburg.

Man United kom til baka og fór áfram
Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford.

Þrenna Di María skaut Juventus áfram
Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Ten Hag ánægður með tíuna Weghorst
Erik ten Hag var ánægður með hvernig Wout Weghorst spilaði í nýrri stöðu þegar Manchester United gerði 2-2 jafntefli við Barcelona í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gær.

Xavi segir að Raphinha hafi ekki þurft að biðjast afsökunar
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Raphinha baðst í gær afsökunar á því hvernig hann brást við þegar hann var tekinn af velli í 2-2 jafntefli Barcelona og Manchester United í Evrópudeildinni.

„Fannst þetta vera Meistaradeildarleikur og jafnvel meira“
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með spilamennsku sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Barcelona í Evrópudeildinni í kvöld. Hann hefði þó þegið sigur, enda fannst honum sínir menn stjórna leiknum.

Sevilla valtaði yfir PSV og Juventus missti frá sér sigurinn
Seinni fjórum leikjum kvöldsins í Evrópudeildarinni í fótbolta er nú lokið þar sem Sevilla vann öruggan 3-0 sigur gegn PSV Eindhoven og Juventus þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Nantes á heimavelli.