Magnús Rannver Rafnsson

Fréttamynd

Af skyn­semi Vega­gerðarinnar

Ölfusárbrú sem kostar allt að fimm sinnum meira en góð klassísk brú er sögð skynsöm fjárfesting. Með síauknum þunga eru nú færð fyrir því rök í löngu máli - korter í kosnignar - að 18 milljarða verkið skuli hafið sem fyrst.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíðin - Um flutnings­kerfi raf­orku

Það stefnir í stórtæka innviðauppbyggingu. Út af fyrir sig er það jákvætt. Áhyggjuefni er hvernig það verður gert. Enn hefur engin umræða skapast um lausnir og er það ekki tilviljun.

Skoðun
Fréttamynd

Sæ­strengur! Er það góð hug­mynd?

Þungi umræðu um sæstreng fer vaxandi. Flutningskerfi raforku hafa fengið nokkra umfjöllun en lítil umræða er um orkuverð, sem þó fer hækkandi. Útlit er fyrir frekari hækkanir orkuverðs.

Skoðun
Fréttamynd

Sofandi að feigðar­ósi – Lands­net sekkur

Alvarleg staða Landsnets var fyrirsjáanleg. Og hún á að öllum líkindum eftir að versna. Fjallað var um þetta í blaðagreinum árið 2012 en Landsnet hafði þá þegar ratað inn á ógæfubrautir.

Skoðun
Fréttamynd

Raforkuflutningskerfi í línu­legu reipitogi

Umræða um raforkuflutningskerfi er í reiptogi þar sem andstæðar fylkingar fylkja sér á sitthvorn enda reipis og toga af öllu afli, hvor í sína áttina. Þetta endurspeglar línulega umræðu sem hefur verið ráðandi. Ekkert utan línunnar er í sjónsviði deilandi fylkinga,

Skoðun
Fréttamynd

19. aldar iðn­væðing á Suður­nesjum?

Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Eiga Suður­nes að bera í­mynd 19. aldar iðn­væðingar?

Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki.

Skoðun