Orkumál

Fréttamynd

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan
Fréttamynd

Eignar­náms­ógn í samninga­við­ræðum við land­eig­endur við Þjórs­á

Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina.

Skoðun
Fréttamynd

Já, samningarnir eru lög­legir

Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Innherji
Fréttamynd

Eru samningar Lands­virkjunar við land­eig­endur við Þjórs­á lög­legir?

Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Hagstætt og þægilegt að hlaða bílinn með hleðslustöð í áskrift

„Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vestfirðingum neitað um orkuskipti

Orkuskipti eru lykilorð í umræðu um orkumál hér á landi. Orðið afhjúpar um leið ótrúlegan vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem er augljóslega ósamstíga og hikandi í orkumálum sem mun hafa mikið tjón í för með sér. Ef skipta á út jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa á Íslandi þarf að afla 16 TWst á ári, til viðbótar við árlega raforkuframleiðslu sem nemur núna 20 TWst.

Skoðun
Fréttamynd

Eyja í raf­orku­vanda

Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna.

Skoðun
Fréttamynd

Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost

Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Lagningu Vest­manna­eyja­strengs flýtt frá 2027 til 2025

Ákveðið hefur verið að flýta lagningu nýs Vestmannaeyjastrengjar og búið að senda leyfisumsókn þess efnis til Orkustofnunar. Áætlað er að leggja strenginn sumarið 2025 í stað 2027 og verður hann 66 kV og sambærilegur við Vestmannaeyjalínu.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Vindorkutækni hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár og treyst sig í sessi sem mikilvægur hluti af lausninni við loftslagsvandanum, enda þurfa þjóðir heims að skipta úr kolum, bensíni og olíu yfir í orkuvinnslu úr endurnýjanlegum auðlindum. Vindmyllur eru þó ekki fullkomin tækni og uppbyggingu vindafls geta fylgt áskoranir og vaxtarverkir.

Skoðun
Fréttamynd

Það er mismunandi heitt

Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um samanburð á orkukostnaði heimila fyrir síðasta ár. Byggðastofnun hefur áður gefið út slíkar skýrslur og hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sambærilegum fasteignum víða um land.

Skoðun
Fréttamynd

Orsök bilunarinnar óljós og tímafrek viðgerð fram undan

Bilunin á Vestmannaeyjastreng 3 sem kom upp í vikunni reyndist ekki vera á landi eins of fyrst var talið heldur á sjó. Landsnet segir umfangsmikla, flókna og tímafreka viðgerð fram undan. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni en fyrir viðgerðina þarf að kalla inn sérhæft viðgerðarskip og sérfræðinga til landins. 

Innlent
Fréttamynd

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Guðni A. Jóhannes­son er látinn

Dr. Guðni A. Jó­hann­es­son, fyrrverandi orkumálastjóri, lést á Landskotsspítala í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann gegndi embætti orkumálastjóra á árunum 2008 til 2021.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs

Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs.  

Innlent