Samgöngur

„Fólk var farið að öskra“
Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta.

Breiðafjarðarferjan heitir áfram Baldur
Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu.

Ráðuneytið skoðar niðurgreiðslu á Húsavíkurflugi
Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum
Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum.

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda
Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta.

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans
Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði
Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn.

Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf
„Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að.

Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum
Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng.

Bráðum kemur slydda og snjór...
Nú fer í hönd sá tími þar sem skrýtnar tilfinningar bæra á sér fyrir vegfarendur fyrir vestan, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum. Það er komið haust á dagatalinu þó enn sé sumarblíða víðsvegar um land.

Er tími jarðgangna undir stórborgina kominn?
Nýlega voru hér á ferð á vegum Betri samgagna tveir viðurkenndir sérfræðingar í borgarskipulagi, þau Maria Vassilakou og Brent Toderian. Í fyrirlestrum sínum lögðu þau bæði áherslu á manneskjulega þáttinn í skipulagi borga.

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt
Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina.

Suðurfjarðagöng
Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum.

Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél
Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð.

„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“
Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður.

Hver ætlar að standa með höfuðborginni?
Nýlega var skipaður hópur til að rýna hugmyndina um jarðgöng milli lands og Eyja. Uppreiknaður kostnaður við slík jarðgöng er á bilinu 100-160 milljarðar.

Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu
Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað.

Vanhæfur Þröstur neitaði að yfirgefa fund: „Ég mun sitja sem fastast“
Þröstur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, neitaði að yfirgefa fund sveitarstjórnar í gær, en þá höfðu tíu meðlimir stjórnarinnar kosið með vanhæfistillögu gegn Þresti sem kaus einn á móti.

Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi
Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning.

Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg
Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur.

Sá þriðji hékk á skafti rafhlaupahjólsins
Krakkar á rafhlaupahjóli frá Hopp á horni Hofsvallagötu og Hringbrautar í vesturbæ Reykjavíkur vöktu mikla athygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Framkvæmdastjóri Hopp hvetur foreldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna.

Þorskafjarðarbrú klárast hálfu ári á undan áætlun
Horfur eru á að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð meira en hálfu ári á undan áætlun. Í dag var byrjað að leggja bundið slitlag á vegina sem tengja brúna við vegakerfið.

Aðkoma ríkis að borgarlínu þurfi að vera einhver
Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogieru eru sammála um að forgangsraða verði framkvæmdum tengdum samgöngusáttmálanum. Samtal sé í gangi við ríkið um þátttöku þess í rekstri borgarlínunnar.

Í þágu hverra á að forgangsraða innan Samgöngusáttmálans?
Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn.

Ójafnt er gefið
Fimmtudaginn 7. september sl. sátu fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi fund með Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis þar sem umræðuefnið voru drög að Samgönguáætlun sem verður til umræðu á komandi þingvetri. Í stuttu máli má segja að við á Vesturlandi förum ansi halloka í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir og fengu Alþingismenn kjördæmisins skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á.

Endurskoðaður grænni samgöngusáttmáli
Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi.

Áætlaður kostnaður við sáttmálann nú 300 milljarðar í stað 160
Nýjustu sviðsmyndir sem kynntar hafa verið aðilum samgöngusáttmálans svokallaða sýna að áætlaður kostnaður vegna hans stendur nú í 300 milljörðum í stað 160 milljarða upphaflega.

Göngum ekki frá ókláruðu verki
Flest okkar þurfa að koma og fara enda vilja sennilega fæst okkar vera alveg föst á sama stað. Í það minnsta þurfum við að eiga þess kost að ferðast hindrunarlítið á milli staða. Það er ólíkt eftir aðstæðum, þörfum og jafnvel tímabilum í lífi fólks hver ferðamátinn er.

Einkafíllinn
Ég tók þátt í ítarlegri umræðu um samgöngusáttmálanum í borgarstjórn og hér eru mín fimmtíu sent. Samgöngusáttmálinn snýst um úrbætur á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu en ein meginforsenda hans og hvati er að samgöngumál á svæðinu hafa verið í ákveðnu öngstræti um langt árabil.

Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg
Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar.