Sif Sigmarsdóttir

Fréttamynd

Þegar pylsurnar seldust upp

Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í vikunni er þess var minnst að 19. júní árið 1915 fengu konur á Íslandi, fjörutíu ára og eldri, kosningarétt.

Skoðun
Fréttamynd

Ert þú í bráðri lífshættu?

Hið stóra EF: "Hvað hefði getað orðið?“ Spurningin er samtímanum svo hugleikin að í engilsaxnesku hefur hún nýverið fengið sína eigin skammstöfum: FOMO – fear of missing out.

Skoðun
Fréttamynd

Maó Loftsson

Ef líf á jörðinni væri Hungurleikarnir væri maðurinn að rústa keppninni.

Skoðun
Fréttamynd

Að leggjast með hundum

Hneyksli skekur nú Bretland. Upphaf þess má rekja til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar styrjaldarinnar ríkti skortur á vinnuafli í Bretlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar

Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina "femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr.

Skoðun
Fréttamynd

Sokkar sem bjarga mannslífum

Við gefum sokkum sjaldan gaum. Það er kannski helst þegar við eigum ekki hreint par að við veltum fyrir okkur tilvist þeirra. En talið er að sokkar hafi fylgt manninum lengst alls fatnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Lífsstílsblogg og skaðsemi sjálfskipaðra heilsu-spámanna

Árið 1702 fluttist George Cheney, skoskur læknir, til Lundúna. Nokkrum árum síðar skrifaði hann metsölubók um heilsufar, The English Malady. Bókinni má lýsa sem lífsstílsbloggi átjándu aldar: "Þegar ég flutti til London breyttist lífsstíll minn ... Heilsu minni stórhrakaði á örfáum árum ... Ég fitnaði mikið, ég var alltaf móður, orkulítill og hálfdofinn.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Við erum sakborningar

Einu sinni þótti í lagi að halda þræla. Einu sinni máttu konur ekki kjósa. Einu sinni var samkynhneigð dauðasök. Einu sinni var fólk brennt á báli fyrir galdra. Hinn alvitri samtími lítur í baksýnisspegilinn og hlær að glappaskotum tímanna sem komu á undan. Hvað var þetta lið að spá?

Fastir pennar
Fréttamynd

Pistill sem þú getur ekki verið ósammála

Samkvæmt áreiðanlegum rannsóknum er það sem ég geri hér á síðum Fréttablaðsins einskis virði. Ég gæti allt eins starfað við að grafa skurði og moka ofan í þá aftur. Það skilar engu og skilur ekkert eftir sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litlir límmiðar á lárperum

Ég tel mig vera umhverfisverndarsinna. Oft er það þó meira í orði en á borði. Litla kjörbúðin í götunni minni þar sem ég bý í London hugðist nýverið minnka plastnotkun. Var tekið að rukka fimm pens fyrir plastpoka við kassann. Mér fannst þetta frábært framtak. Ég keypti mér skvísulegan taupoka skreyttan glimmeri til að taka með mér út í búð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei aftur viðlíka vanvirðing

Engum dylst að niðurstaða alþingiskosninganna um síðustu helgi var ósigur fyrir konur. Konum á Alþingi fækkaði úr þrjátíu í tuttugu og fjórar. Hverfandi stólafjöldi í þingsal var þó langt frá því að vera stærsti ósigur kvenna í kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kosningabaráttan í tólf myllumerkjum

Vika er til kosninga. Áttu erfitt með að ákveða þig? Hér koma markverðustu leiftur kosningabaráttunnar í tólf myllumerkjum: #lífiðernúna - Hvers vegna er verið að kjósa? Það man enginn lengur – eða allavega ekki samkvæmt honum þarna fyrrverandi formanni Viðreisnar, hvað hann nú heitir aftur …

Fastir pennar
Fréttamynd

Til varnar pabba Bjarna Ben

Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt? Eflaust hringja nú símar lögmanna um allan bæ – þeirra sem sérhæfa sig sérstaklega í mannorðum og bjóða upp á bón og löður fyrir ærur – en ég ætla að taka sénsinn og halda áfram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp úr martröð eins manns

Háværar kröfur um að rífa niður styttur heyrast nú víða um heim. Er það í kjölfar átakanna í Charlottesville sem brutust út þegar hópur þjóðernissinna og nýnasista kom saman til að mótmæla áformum um að fjarlægja umdeilda styttu af herforingja sem leiddi Suðurríkin í þrælastríðinu á nítjándu öld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M

Peningar eru einn lygilegasti skáldskapur sem maðurinn hefur samið. Samkvæmt ísraelska sagnfræðingnum og metsöluhöfundinum Yuval Noah Harari eru peningar aðeins hugarburður, saga sem við sameinumst um að trúa á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Berjumst fyrir jafnrétti með skæruhernaði

Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, var skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunarinnar var öllum ljóst að uppþot var í vændum. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum ofurlaun að óþörfu. Nú skyldi það staðfest svart á hvítu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrkeypt pjatt

Í vikunni sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur íslenska ríkið af kröfu stúlku um miskabætur vegna atviks sem átti sér stað á sólbaðsstofu við Grensásveg. Um hádegisbil þann 11. apríl árið 2015 barst lögreglu tilkynning um að tvær stúlkur svæfu vímusvefni í ljósabekkjum stofunnar. Óskaði starfsfólk eftir að þær yrðu fjarlægðar.

Fastir pennar