Bólusetningar

Fréttamynd

Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga

„Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“

Erlent
Fréttamynd

Er allt í rugli með sóttvarnirnar?

Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku.

Skoðun
Fréttamynd

AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum

Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið.

Erlent
Fréttamynd

Gefa seinni skammt af Pfizer-bóluefninu

Seinni bólusetning með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni fer fram í Laugardalshöll í dag og á morgun fyrir þá sem fengu fyrri skammtinn fyrir 4. mars. Boð hafa þegar verið send fólki með smáskilaboðum.

Innlent
Fréttamynd

Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu

Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf.

Erlent
Fréttamynd

Von á niðurstöðu um eittleytið

Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca

Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan.

Erlent
Fréttamynd

ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands

Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Svíar stöðva einnig notkun á bólu­efni AstraZene­ca

Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Erlent
Fréttamynd

Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Erlent