Verkfall 2016

Fréttamynd

Nota verkfall sem vopn

„Sjálf hafnaði ég atvinnuboði fyrr á árinu á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga einfaldlega vegna þess að ég hafði ekki efni á því að vinna á dagdeild,“ skrifar Helga María Guðmundsdóttir.

Skoðun
Fréttamynd

Verkföll sögð óumflýjanleg

33 sáttamál eru í vinnslu hjá ríkissáttasemjara. Lítið þokast í viðræðum stóru félaganna og verkföll vofa yfir. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur ríkisstjórnina frekar þvælast fyrir en að liðka fyrir samningaviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkrahússýking á tveimur deildum

Aðeins ein skurðdeild á Landspítalanum er opin. Hinum tveimur hefur verið lokað vegna sjúkrahússýkingar af völdum ónæmra enterókokka. Hreinsun stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður komnar í strand

Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot

Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verður vandræðaland

Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Engar undanþágur vegna slátrunar svína

Engar undanþágur hafa verið veittar vegna slátrunar svína síðan verkfall dýralækna hófst fyrir rúmri viku. Svínabændur hafa þungar áhyggjur og segja ástandið grafalvarlegt, en treysta sér ekki til að slátra dýrunum sjálfir.

Innlent
Fréttamynd

Kjúklingakjötið er geymt í frysti

Framleiðendur kjúklingakjöts hafa fengið undanþágu til slátrunar á meðan á verkfalli dýralækna stendur til þess að tryggja velferð fuglanna. Grisjunin í búunum fer þannig fram að fuglunum er slátrað með hefðbundnum hætti í sláturhúsi, en afurðirnar settar í frysti í stað þess að fara á markað.

Innlent
Fréttamynd

VR og Flói undirbúa aðgerðir

Hnútur kjaraviðræðna í landinu harðnaði í gær þegar slitnaði upp úr viðræðum hjá VR og stéttarfélögum að baki Flóabandalaginu við SA. Næsta skref félaganna er að leita heimildar félagsmanna til verkfallsboðunar.

Innlent