Fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 08:00 Kristján Flóki skoraði þrennu gegn ÍBV í síðustu umferð. vísir/ernir FH-ingar eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir þrjá sigra í röð og tvær þrennur framherja liðsins í undanförnum þremur leikjum. Það boðar gott fyrir toppliðið og framherjar liðsins ættu að spila með sjálfstraustið í botni í næstu leikjum liðsins. Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í 4-1 sigri á ÍBV í Eyjum í 8. umferð og Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 4-2 heimasigri á Leikni í 6. umferð. Báðir voru þeir að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild í þessum leikjum. Þetta er fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni eða síðan þeir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt skoruðu báðir tvær þrennur fyrir FH-liðið sumarið 2005. Sama lið hefur jafnframt ekki átt tvo leikmenn með þrennu síðan Óskar Örn Hauksson og Björgólfur Takefúsa skoruðu þrennur í tveimur síðustu umferðunum haustið 2009 en Óskar Örn lék þá á kantinum í 4-4-2 leikkerfinu og Björgólfur var í framlínunni með Guðmundi Benediktssyni. Tryggvi og Allan voru báðir komnir með þrennu eftir áttundu umferð alveg eins og þeir Kristján Flóki og Lennon en samtals skoruðu þeir Tryggvi og Borgvardt 29 af 53 mörkum FH-liðsins um sumarið og voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar. Kristján Flóki og Lennon hafa skorað 9 mörk saman og eru nú í öðru (Lennon, 5 mörk) og þriðja sæti (Kristján Flóki, 4 mörk) listans yfir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. FH-liðið á nú fjórtán leiki eftir í Pepsi-deildinni og því næg tækifæri til að bæta við mörkum í sumar. FH er reyndar aðeins fjórða félagið á þessari öld (frá og með 2000) sem hefur tvo leikmenn sem skora þrennu en framherjinn Sævar Þór Gíslason og miðjumaðurinn Sverrir Sverrisson skoruðu báðir þrennu fyrir nýliða Fylkis sumarið 2000. Það þarf að fara allt til sumarsins 1997 til að finna fleiri liðsfélaga með þrennu en þá áttu Leiftur, KR og ÍBV öll tvo menn sem skoruðu þrjú mörk í leik í deildinni. Hjá öllum voru menn að skora þrennu af miðjunni. Til að finna annað framherjapar með þrennu þurfum við því að fara 19 ár aftur í tímann eða til þess að þeir Bjarni Guðjónsson og Mihajlo Bibercic skoruðu báðir þrennur fyrir ÍA Íslandsmeistarasumarið 1996. Þeir voru báðir komnir með þrennu eftir 5. umferðina 24. júní og enduðu á því að skora saman 20 af mörkum Skagamanna í deildinniSteven Lennon gerði þrennu gegn Leikni.vísir/stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
FH-ingar eru á toppi Pepsi-deildar karla eftir þrjá sigra í röð og tvær þrennur framherja liðsins í undanförnum þremur leikjum. Það boðar gott fyrir toppliðið og framherjar liðsins ættu að spila með sjálfstraustið í botni í næstu leikjum liðsins. Kristján Flóki Finnbogason skoraði þrennu í 4-1 sigri á ÍBV í Eyjum í 8. umferð og Steven Lennon skoraði þrjú mörk í 4-2 heimasigri á Leikni í 6. umferð. Báðir voru þeir að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild í þessum leikjum. Þetta er fyrsta framherjaparið í áratug sem skorar þrennu í úrvalsdeildinni eða síðan þeir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt skoruðu báðir tvær þrennur fyrir FH-liðið sumarið 2005. Sama lið hefur jafnframt ekki átt tvo leikmenn með þrennu síðan Óskar Örn Hauksson og Björgólfur Takefúsa skoruðu þrennur í tveimur síðustu umferðunum haustið 2009 en Óskar Örn lék þá á kantinum í 4-4-2 leikkerfinu og Björgólfur var í framlínunni með Guðmundi Benediktssyni. Tryggvi og Allan voru báðir komnir með þrennu eftir áttundu umferð alveg eins og þeir Kristján Flóki og Lennon en samtals skoruðu þeir Tryggvi og Borgvardt 29 af 53 mörkum FH-liðsins um sumarið og voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar. Kristján Flóki og Lennon hafa skorað 9 mörk saman og eru nú í öðru (Lennon, 5 mörk) og þriðja sæti (Kristján Flóki, 4 mörk) listans yfir markahæstu leikmenn Pepsi-deildarinnar. FH-liðið á nú fjórtán leiki eftir í Pepsi-deildinni og því næg tækifæri til að bæta við mörkum í sumar. FH er reyndar aðeins fjórða félagið á þessari öld (frá og með 2000) sem hefur tvo leikmenn sem skora þrennu en framherjinn Sævar Þór Gíslason og miðjumaðurinn Sverrir Sverrisson skoruðu báðir þrennu fyrir nýliða Fylkis sumarið 2000. Það þarf að fara allt til sumarsins 1997 til að finna fleiri liðsfélaga með þrennu en þá áttu Leiftur, KR og ÍBV öll tvo menn sem skoruðu þrjú mörk í leik í deildinni. Hjá öllum voru menn að skora þrennu af miðjunni. Til að finna annað framherjapar með þrennu þurfum við því að fara 19 ár aftur í tímann eða til þess að þeir Bjarni Guðjónsson og Mihajlo Bibercic skoruðu báðir þrennur fyrir ÍA Íslandsmeistarasumarið 1996. Þeir voru báðir komnir með þrennu eftir 5. umferðina 24. júní og enduðu á því að skora saman 20 af mörkum Skagamanna í deildinniSteven Lennon gerði þrennu gegn Leikni.vísir/stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira