Pepsi-deildarliðin í startblokkunum | Félagaskiptaglugginn opnar á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2016 12:00 Valur og ÍBV gætu bæði bætt við sig leikmönnum. Vísir/Anton Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Íslensku knattspyrnufélögin geta farið að styrkja sig með nýjum leikmönnum frá og með morgundeginum því þá opnar félagaskiptaglugginn og verður opinn til mánaðarloka. Það má búast við því að eitthvað af leikmönnum komi inn í Pepsi-deildina sem og að einhverjir skipti um lið innan hennar. Félögin í neðri hlutanum eru líkleg til að reyna að styrkja sig fyrir baráttuna um að halda sér í deildinni og þá er allt eins líklegt að toppbaráttuliðin reyni að finna mann sem getur gert útslagið á lokasprettinum. Félagaskiptaglugginn hefur verið lokaður síðan 15. maí en föstudaginn 15. júlí opnar hann að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.Knattspyrnusambandið fer yfir reglur þessu tengdu á heimasíðu sinni. Minnt er á grein 15.4 í reglugerð um félagaskipti en þar segir meðal annars: „Berist tilkynning um félagaskipti undirrituð af leikmanni og félagi sem gengið er í, fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með undirritun. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils."Félagaskipti erlendis frá Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef reyna á að fá félagaskipti erlendis frá. Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.Félagaskipti í gegnum FIFA TMS Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA (TMS).Tímabundin félagaskipti Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. Minnt á breytingar á reglum um félagaskipti, félagaskiptagjald og uppeldisbætur Minnt er á að þann 16. maí síðastliðinn tók gildi breytt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Félög eru beðin um að kynna sér þessar breytingar vel.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira