Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. mars 2020 22:00 Seth Le Day skoraði 17 stig og tók níu fráköst í liði Grindavíkur. Vísir/Daníel Grindavík vann í kvöld stórsigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í Dominos deild karla. Grindjánar voru yfir allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Grindavík voru yfirburðarlið í kvöld báðu megin á vellinum en leikurinn skipti miklu máli í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta en Grindavík voru þó að spila töluvert betur. Valsmenn skoruðu ekki sína fyrstu tveggja stiga körfu í leiknum fyrr en tæplega 9 mínútur voru búnar í leiknum. Grindavík voru að standa sig mjög vel varnarlega í að loka teignum en maður verður að setja spurningamerki við ákefðina í sóknarleik Vals. Grindavík voru að láta boltann ganga nokkuð vel og fengu fullt heilt yfir betri skotfæri. Grindavík áttu síðan frábæran annan leikhluta en þeir héldu áfram að loka á Valsmenn sem skoruðu einungis 13 stig í leikhlutanum. Staðan í hálfleik var 40-30, gestunum í vil. Valsmenn settu tvo þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu þá forystuna niður í 4 stig. Forysta Grindavíkur fór síðan aldrei aftur niður í svona litla tölu. Valsmenn hrundu alveg niður í lok fjórða leikhluta. Þeir tóku nokkur lítil áhlaup en sigur gestanna var í raun aldrei í hættu. Frammistaðan hjá Valsmönnum var einfaldlega langt undir pari en maður veltir því fyrir sér hvort Valsmenn vilji ekki bara fara snemma í sumarfrí.Af hverju vann Grindavík?Grindavík voru betri í öllum helstu tölfræðiþáttum í kvöld og af góðri ástæðu. Þeir voru orkumeiri en á sama tíma miklu yfirvegaðari og skynsamari. Hverjir stóðu upp úr?Sigtryggur Arnar Björnsson var virkilega flinkur fyrir Grindavík í kvöld sóknarlega auk þess að setja ágætis pressu á Naor varnarlega. 26 stig og 6 stoðsendingar frá honum gerðu mikið. Evrópubúarnir Miljan Rakic og Valdas Vasylius voru frábærir fyrir Grindavík í kvöld. Valdas byrjaði leikinn af krafi með því að skora mikilvægar körfur undir körfunni og Miljan setti síðan niður stór skot þegar Valsmenn reyndu að klóra í bakkann. Liðsvörnin hjá Grindavík var síðan frábær.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Vals var á köflum eins og að horfa á drengjaflokkslið. Um leið og menn sáu körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna létu þeir bara vaða en þeir nenntu mjög sjaldan að sækja á körfuna. Vörnin hjá þeim var góð á köflum en þeir voru samt oft að gleyma sér og Grindavík fengu sinn skammt af opnum sniðskotum. Pavel Ermolinskij var oft í flottum stöðum til að reyna að skora boltanum en leitaði alltaf að sendingunni. Það er dálítið sérstakt þegar besti leikmaður liðs hefur oft ekki áhuga að skora körfuboltanum og það hlýtur að vera aðeins þægilegra fyrir vörnina þá.Hvað gerist næst?Grindavík fær ÍR í heimsókn á fimmtudaginn í gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni um stöður í úrslitakeppninni. Valsmenn fara norður til Akureyrar á föstudaginn í úrslitaleik um sæti í þessari deild. Ágúst var langt frá því að vera sáttur með sína menn, hvorki í vörn né sókn.vísir/daníel Ágúst: Sóknarleikurinn okkar var einhæfur „Grindavík er gott lið en við látum þá líta allt of vel út. Við mætum ótrúlega kraftlausir í upphafi leiks. Þegar við mættum inn í seinni hálfleik var krafturinn allt annar en þá eru þeir komnir aðeins á bragðið og við náðum ekkert að gera þetta aftur að leik þrátt fyrir að þetta hafi bara verið 10 stig í hálfleik,“ sagði Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari Vals, svekktur að leik loknum. Valsmenn klóruðu smá í bakkann í byrjun þriðja leikhluta en þeir náðu aldrei að jafna einu sinni en Grindavík voru yfir eiginlega allan leikinn. „Við náðum þessu niður í 4 stig þarna í þriðja leikhluta en þá fóru þeir bara aftur að setja niður erfið skot. Hvernig við byrjuðum þennan leik er bara langt frá því nógu gott.“ Grindavík fengu gríðarlegt magn af opnum skotum í leiknum út um allan völl. Ágúst var eins og við mátti búast allt annað en sáttur með varnarleikinn. „Mér fannst við bara lélegir varnarlega allan leikinn en sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum mjög linir og við gáfum allt eftir. Þeim leið bara mjög vel hérna á vellinum. Þeir fengu í rauninni að gera það sem þeir vildu og þá er ekkert hægt að ætlast til þess að ná betri úrslitum.“ Valsmenn áttu gríðarlega erfitt með að fá færi í teignum í leiknum. Þeir voru reyndar ekki alltaf að leita að þeim en leikmennirnir vita allt um það að 3 er meira en 2. „Við lögðum upp með að reyna að sækja inn í teig til að nýta það að vera með sterka leikmenn í teignum eins og P.J. sem skoraði bara 2 stig í fyrri hálfleik. Það er merkið um það að hann fór ekki inn í teig og síðan fékk hann ekki boltann. Það gekk ekki upp það sem við ætluðum að gera. Hann skoraði síðan 15 stig í seinni hálfleik en þá fórum að leita meira að honum inni í teig í gegnum vegg og veltu. “ Voru Grindavík að gefa ykkur einhver af þessum 3ja stiga skotum? „Þetta var aðallega það að sóknarleikurinn okkar var einhæfur. Við vorum ekki að ná jafnvæginu í að leita bæði inn og út.“ Núna eru Valsmenn komnir í bullandi fallbaráttu með 3 leiki eftir. Ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld út tímabilið þá munu þeir líklegast spila í næst efstu deild á næsta tímabili. „Ég hafði bullandi trú á verkefninu fyrir þessa síðustu 4 leikina. Núna eru þetta bara 3 leikir. Þetta var jafn slæmt í dag og þetta var gott á móti Stjörnunni. Það býr heill hellingur í þessu liði. Við erum með hörku gott lið við vitum það sjálfir manna best. Þannig að við erum óánægðastir með þetta sjálfir svo við gírum okkur upp í vikunni og mætum tilbúnir norður á föstudaginn.“ Daníel var ánægður með sigurinn á Hlíðarenda.vísir/bára Daníel: Vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld „Við vorum í smá basli í byrjun leiks og líka í byrjun þriðja leikhluta en strákarnir stigu bara upp og við gerðum það sem við þurftum að gera mest megnis. Við vorum ekkert að refsa þeim rosalega mikið í einu á ákveðnum tíma heldur kom þetta jafnt og þétt yfir leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sáttur eftir leik kvöldsins. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og settu tvo þrista í röð. Grindavík svöruðu aftur á móti vel og enduðu á að vinna leikhlutann. „Valsmenn byrjuðu leikhlutann náttúrulega mjög sterkt og eru bara rosalega flottir. Ég tók samt ekkert leikhlé þeir héldu bara áfram að gera það sem við þurftum að gera. Við fórum síðan bara að hitta líka og þá gekk vel. Ég er ánægður með orkuna í mannskapnum þrátt fyrir dauft yfirbragð á þessum leik.“ Valsmenn tóku fleiri 3ja stiga skot en 2ja stiga skot í leiknum. Grindavík lokuðu einfaldlega teignum og gáfu þeim oft opin skot í staðinn. „Þeir hittu náttúrulega mjög vel í byrjun en við vissum að það myndi ekki endast allan leikinn. Austin, Aaron og margir af þessum strákum eru góðar skyttur en maður þarf að gefa eitthvað eftir en ég vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld.“ Bekkurinn hjá Grindavík var flottur í kvöld en það komu margir sterkir inn. „Allir sem komu inn stigu upp. Sérstaklega steig Miljan Rakic upp og gerði þá hluti sem ég hef verið að biðja hann um að gera. Það var mjög gaman að sjá það.“ Grindavík voru að láta boltann ganga vel í kvöld og fundu oftar en ekki rétta skotið. Miljan Rakic kom sérstaklega vel inn með rólegt yfirbragð. „Það er það sem við þurfum að gera. Miljan er líka með reynslu í þessu að setja upp sóknarleikinn og stjórna tempóinu. Hann er með rólegt yfirbragð. Við erum líka með menn í liðinu sem eru mjög góðir í hröðum leik svo það er mjög gott að geta breytt tempóinu upp og niður. Miljan er fullkomið mótvægi á móti Arnari og Ingva í að stjórna leiknum.“ Dominos-deild karla
Grindavík vann í kvöld stórsigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í Dominos deild karla. Grindjánar voru yfir allan leikinn og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Grindavík voru yfirburðarlið í kvöld báðu megin á vellinum en leikurinn skipti miklu máli í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta en Grindavík voru þó að spila töluvert betur. Valsmenn skoruðu ekki sína fyrstu tveggja stiga körfu í leiknum fyrr en tæplega 9 mínútur voru búnar í leiknum. Grindavík voru að standa sig mjög vel varnarlega í að loka teignum en maður verður að setja spurningamerki við ákefðina í sóknarleik Vals. Grindavík voru að láta boltann ganga nokkuð vel og fengu fullt heilt yfir betri skotfæri. Grindavík áttu síðan frábæran annan leikhluta en þeir héldu áfram að loka á Valsmenn sem skoruðu einungis 13 stig í leikhlutanum. Staðan í hálfleik var 40-30, gestunum í vil. Valsmenn settu tvo þrista í röð í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu þá forystuna niður í 4 stig. Forysta Grindavíkur fór síðan aldrei aftur niður í svona litla tölu. Valsmenn hrundu alveg niður í lok fjórða leikhluta. Þeir tóku nokkur lítil áhlaup en sigur gestanna var í raun aldrei í hættu. Frammistaðan hjá Valsmönnum var einfaldlega langt undir pari en maður veltir því fyrir sér hvort Valsmenn vilji ekki bara fara snemma í sumarfrí.Af hverju vann Grindavík?Grindavík voru betri í öllum helstu tölfræðiþáttum í kvöld og af góðri ástæðu. Þeir voru orkumeiri en á sama tíma miklu yfirvegaðari og skynsamari. Hverjir stóðu upp úr?Sigtryggur Arnar Björnsson var virkilega flinkur fyrir Grindavík í kvöld sóknarlega auk þess að setja ágætis pressu á Naor varnarlega. 26 stig og 6 stoðsendingar frá honum gerðu mikið. Evrópubúarnir Miljan Rakic og Valdas Vasylius voru frábærir fyrir Grindavík í kvöld. Valdas byrjaði leikinn af krafi með því að skora mikilvægar körfur undir körfunni og Miljan setti síðan niður stór skot þegar Valsmenn reyndu að klóra í bakkann. Liðsvörnin hjá Grindavík var síðan frábær.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Vals var á köflum eins og að horfa á drengjaflokkslið. Um leið og menn sáu körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna létu þeir bara vaða en þeir nenntu mjög sjaldan að sækja á körfuna. Vörnin hjá þeim var góð á köflum en þeir voru samt oft að gleyma sér og Grindavík fengu sinn skammt af opnum sniðskotum. Pavel Ermolinskij var oft í flottum stöðum til að reyna að skora boltanum en leitaði alltaf að sendingunni. Það er dálítið sérstakt þegar besti leikmaður liðs hefur oft ekki áhuga að skora körfuboltanum og það hlýtur að vera aðeins þægilegra fyrir vörnina þá.Hvað gerist næst?Grindavík fær ÍR í heimsókn á fimmtudaginn í gríðarlega mikilvægum leik í baráttunni um stöður í úrslitakeppninni. Valsmenn fara norður til Akureyrar á föstudaginn í úrslitaleik um sæti í þessari deild. Ágúst var langt frá því að vera sáttur með sína menn, hvorki í vörn né sókn.vísir/daníel Ágúst: Sóknarleikurinn okkar var einhæfur „Grindavík er gott lið en við látum þá líta allt of vel út. Við mætum ótrúlega kraftlausir í upphafi leiks. Þegar við mættum inn í seinni hálfleik var krafturinn allt annar en þá eru þeir komnir aðeins á bragðið og við náðum ekkert að gera þetta aftur að leik þrátt fyrir að þetta hafi bara verið 10 stig í hálfleik,“ sagði Ágúst Sigurður Björgvinsson, þjálfari Vals, svekktur að leik loknum. Valsmenn klóruðu smá í bakkann í byrjun þriðja leikhluta en þeir náðu aldrei að jafna einu sinni en Grindavík voru yfir eiginlega allan leikinn. „Við náðum þessu niður í 4 stig þarna í þriðja leikhluta en þá fóru þeir bara aftur að setja niður erfið skot. Hvernig við byrjuðum þennan leik er bara langt frá því nógu gott.“ Grindavík fengu gríðarlegt magn af opnum skotum í leiknum út um allan völl. Ágúst var eins og við mátti búast allt annað en sáttur með varnarleikinn. „Mér fannst við bara lélegir varnarlega allan leikinn en sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum mjög linir og við gáfum allt eftir. Þeim leið bara mjög vel hérna á vellinum. Þeir fengu í rauninni að gera það sem þeir vildu og þá er ekkert hægt að ætlast til þess að ná betri úrslitum.“ Valsmenn áttu gríðarlega erfitt með að fá færi í teignum í leiknum. Þeir voru reyndar ekki alltaf að leita að þeim en leikmennirnir vita allt um það að 3 er meira en 2. „Við lögðum upp með að reyna að sækja inn í teig til að nýta það að vera með sterka leikmenn í teignum eins og P.J. sem skoraði bara 2 stig í fyrri hálfleik. Það er merkið um það að hann fór ekki inn í teig og síðan fékk hann ekki boltann. Það gekk ekki upp það sem við ætluðum að gera. Hann skoraði síðan 15 stig í seinni hálfleik en þá fórum að leita meira að honum inni í teig í gegnum vegg og veltu. “ Voru Grindavík að gefa ykkur einhver af þessum 3ja stiga skotum? „Þetta var aðallega það að sóknarleikurinn okkar var einhæfur. Við vorum ekki að ná jafnvæginu í að leita bæði inn og út.“ Núna eru Valsmenn komnir í bullandi fallbaráttu með 3 leiki eftir. Ef þeir halda áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld út tímabilið þá munu þeir líklegast spila í næst efstu deild á næsta tímabili. „Ég hafði bullandi trú á verkefninu fyrir þessa síðustu 4 leikina. Núna eru þetta bara 3 leikir. Þetta var jafn slæmt í dag og þetta var gott á móti Stjörnunni. Það býr heill hellingur í þessu liði. Við erum með hörku gott lið við vitum það sjálfir manna best. Þannig að við erum óánægðastir með þetta sjálfir svo við gírum okkur upp í vikunni og mætum tilbúnir norður á föstudaginn.“ Daníel var ánægður með sigurinn á Hlíðarenda.vísir/bára Daníel: Vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld „Við vorum í smá basli í byrjun leiks og líka í byrjun þriðja leikhluta en strákarnir stigu bara upp og við gerðum það sem við þurftum að gera mest megnis. Við vorum ekkert að refsa þeim rosalega mikið í einu á ákveðnum tíma heldur kom þetta jafnt og þétt yfir leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sáttur eftir leik kvöldsins. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og settu tvo þrista í röð. Grindavík svöruðu aftur á móti vel og enduðu á að vinna leikhlutann. „Valsmenn byrjuðu leikhlutann náttúrulega mjög sterkt og eru bara rosalega flottir. Ég tók samt ekkert leikhlé þeir héldu bara áfram að gera það sem við þurftum að gera. Við fórum síðan bara að hitta líka og þá gekk vel. Ég er ánægður með orkuna í mannskapnum þrátt fyrir dauft yfirbragð á þessum leik.“ Valsmenn tóku fleiri 3ja stiga skot en 2ja stiga skot í leiknum. Grindavík lokuðu einfaldlega teignum og gáfu þeim oft opin skot í staðinn. „Þeir hittu náttúrulega mjög vel í byrjun en við vissum að það myndi ekki endast allan leikinn. Austin, Aaron og margir af þessum strákum eru góðar skyttur en maður þarf að gefa eitthvað eftir en ég vildi ekki gefa auðveldu tvö stigin í kvöld.“ Bekkurinn hjá Grindavík var flottur í kvöld en það komu margir sterkir inn. „Allir sem komu inn stigu upp. Sérstaklega steig Miljan Rakic upp og gerði þá hluti sem ég hef verið að biðja hann um að gera. Það var mjög gaman að sjá það.“ Grindavík voru að láta boltann ganga vel í kvöld og fundu oftar en ekki rétta skotið. Miljan Rakic kom sérstaklega vel inn með rólegt yfirbragð. „Það er það sem við þurfum að gera. Miljan er líka með reynslu í þessu að setja upp sóknarleikinn og stjórna tempóinu. Hann er með rólegt yfirbragð. Við erum líka með menn í liðinu sem eru mjög góðir í hröðum leik svo það er mjög gott að geta breytt tempóinu upp og niður. Miljan er fullkomið mótvægi á móti Arnari og Ingva í að stjórna leiknum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum