Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Himin­lifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá tapar hálfum milljarði

Sjóvá tapaði 540 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2025. Tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta var rúmur milljarður, 1.126 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta var 821 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mála­ferli vegna inn­kaupa ÁTVR halda enn á­fram

Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Ólafur nýr for­maður SA

Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marg­föld umframáskrift en út­boðið ekki stækkað í bili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­tök auð­kýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni nýr fram­kvæmda­stjóri RVK Bruggfélags

Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu

Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá ó­breyttum stýri­vöxtum

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 

Viðskipti innlent