Fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. Innlent 29.7.2025 12:00 Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Bandarískir trúboðar smygla sólarorkuknúnum hljóðafspilunartækjum inn á heimkynni einangraðra frumstæðra ættbálka djúpt í viðjum Amasonfrumskógarins. Þetta er nýjasta útspil þeirra en þeir hafa í fleiri áratugi komist í kast við brasilísk embætti sem vernda ættbálka sem eru ekki í samskiptum við umheiminn. Erlent 29.7.2025 11:47 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Erlent 29.7.2025 11:39 Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en nú er varað við því að versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar sé að raungerast á svæðinu. Innlent 29.7.2025 11:37 Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 29.7.2025 11:27 Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Innlent 29.7.2025 11:19 Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Innlent 29.7.2025 11:07 Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Innlent 29.7.2025 11:02 Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. Innlent 29.7.2025 10:34 Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29.7.2025 10:22 Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Erlent 29.7.2025 10:20 Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta. Erlent 29.7.2025 10:13 „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Alþjóðasamtök sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar vara við versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar á Gasaströndinni, þar sem stríð hefur geisað í ríflega eitt og hálft ár. Erlent 29.7.2025 08:59 Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. Erlent 29.7.2025 08:13 Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. Erlent 29.7.2025 07:36 Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa gengist við því að hungursneyð ríki nú á Gasa og sent þau skilaboð til Ísraelsstjórnar að hleypa hjálpargögnum óhindrað inn á svæðið. Erlent 29.7.2025 07:02 Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00 Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46 Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.7.2025 06:29 Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29.7.2025 06:21 Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Innlent 28.7.2025 23:53 „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Innlent 28.7.2025 23:18 Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Innlent 28.7.2025 22:08 Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Innlent 28.7.2025 21:40 Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu. Innlent 28.7.2025 20:34 Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Innlent 28.7.2025 19:05 Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03 Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28.7.2025 17:49 „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Innlent 28.7.2025 16:50 Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Glæpamenn sem rændu 56 manns í Zamfara-héraði í Nígeríu hafa tekið að minnsta kosti 35 þeirra af lífi. Það gerðu þeir þrátt fyrir að hafa fengið greitt lausnarfé fyrir fólkið. Embættismenn segja flesta hinna látnu hafa verið unga og að þeim hafi verið „slátrað eins og búfénaði“. Erlent 28.7.2025 16:40 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. Innlent 29.7.2025 12:00
Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Bandarískir trúboðar smygla sólarorkuknúnum hljóðafspilunartækjum inn á heimkynni einangraðra frumstæðra ættbálka djúpt í viðjum Amasonfrumskógarins. Þetta er nýjasta útspil þeirra en þeir hafa í fleiri áratugi komist í kast við brasilísk embætti sem vernda ættbálka sem eru ekki í samskiptum við umheiminn. Erlent 29.7.2025 11:47
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Erlent 29.7.2025 11:39
Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Gasa en nú er varað við því að versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar sé að raungerast á svæðinu. Innlent 29.7.2025 11:37
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 29.7.2025 11:27
Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Innlent 29.7.2025 11:19
Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna „Það kom mér á óvart þegar ég fór að grúska í þessum vísindum hvað við erum stutt á veg komin. Rannsóknirnar eru svolítið yfirborðskenndar í rauninni, þannig að við höfum eiginlega ekki hugmynd um hvað þetta gerir við heilann.“ Innlent 29.7.2025 11:07
Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækis segir algjörlega sturlað að vera orðinn sakborningur í rannsókn lögreglu vegna meintra hótana hans í garð eiganda bíls sem notaður var til að stela díselolíu af flutningabílum. Innlent 29.7.2025 11:02
Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað bátaverkstæði í Bolungarvík af kröfum fiskiútgerðarinnar Glifsu, sem tókst ekki að sanna að verkstæðið hafi valdið tjóni í bátsvél útgerðarinnar. Margt annað gæti hafa átt sinn þátt í biluninni, til dæmis að vélin væri sautján ára gömul. Innlent 29.7.2025 10:34
Mögulegur fyrirboði um goslok Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka. Innlent 29.7.2025 10:22
Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Erlent 29.7.2025 10:20
Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Stjórnvöld í Kína munu á næsta ári greiða fjölskyldum 60 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Greiðslurnar verða undanþegnar skatti og telja ekki þegar kemur að útreikningi annarra bóta. Erlent 29.7.2025 10:13
„Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Alþjóðasamtök sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar vara við versta hugsanlega tilfelli hungursneyðar á Gasaströndinni, þar sem stríð hefur geisað í ríflega eitt og hálft ár. Erlent 29.7.2025 08:59
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. Erlent 29.7.2025 08:13
Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. Erlent 29.7.2025 07:36
Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa gengist við því að hungursneyð ríki nú á Gasa og sent þau skilaboð til Ísraelsstjórnar að hleypa hjálpargögnum óhindrað inn á svæðið. Erlent 29.7.2025 07:02
Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. Innlent 29.7.2025 07:00
Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46
Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjórir gistu fangageymslur í morgun. Innlent 29.7.2025 06:29
Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist nokkuð stöðug í nótt en strókavirkni verið aðeins meiri seinni hluta nætur. Gat sem myndaðist á gíg síðustu nótt hefur lokast og enn gýs úr einum megingíg. Innlent 29.7.2025 06:21
Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Innlent 28.7.2025 23:53
„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. Innlent 28.7.2025 23:18
Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Innlent 28.7.2025 22:08
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Innlent 28.7.2025 21:40
Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu. Innlent 28.7.2025 20:34
Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt. Innlent 28.7.2025 19:05
Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Bæjarráð Akraness og sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar lýsa yfir þungum áhyggjum vegna áforma Evrópusambandsins um álagningu tolla á kísiljárn frá Íslandi. Slíkt yrði reiðarslag fyrir eitt mikilvægasta fyrirtæki svæðisins, Elkem á Grundartanga. Innlent 28.7.2025 18:03
Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að skýrslutaka fjölmiðarisans Rupert Murdoch fari fram eins fljótt og hægt er. Trump höfðaði mál gegn Murdoch og fjölmiðilinum Wall Street Journal eftir að dónalegt afmæliskort, undirritað af Trump, til athafnamannsins Jeffrey Epstein var birt. Erlent 28.7.2025 17:49
„Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000 biðla til ferðalanga um komandi Verslunarmannahelgi að ígrunda og sýna varkárni. Lífið sé viðkvæmt og dýrmætt sem hafa skuli í huga ferðahelgina miklu sem aðra daga. Innlent 28.7.2025 16:50
Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Glæpamenn sem rændu 56 manns í Zamfara-héraði í Nígeríu hafa tekið að minnsta kosti 35 þeirra af lífi. Það gerðu þeir þrátt fyrir að hafa fengið greitt lausnarfé fyrir fólkið. Embættismenn segja flesta hinna látnu hafa verið unga og að þeim hafi verið „slátrað eins og búfénaði“. Erlent 28.7.2025 16:40