Fréttir

Titringur í hreppnum vegna lög­heimilis­flutninga

Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar.

Innlent

Em­bættis­menn sitji að há­marki í fjór­tán ár og að­stoðar­menn hætti fyrir kosningar

Starfshópur hefur lagt til við forsætisráðherra að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn ríkisins sem starfa í hvað mestri nálægð við pólitíska valdhafa hverju sinni. Meðal annars er lagt til að skipunartími embættismanna á borð við ráðuneytis- og skrifstofustjóra og forstöðumenn ríkisstofnana verði lengdur um tvö ár en einnig verði sett þak á það hve lengi sami einstaklingur geti gegnt sama embættinu. Þá verði mögulegt fyrir umsækjendur um slíkar stöður að óska nafnleyndar í umsóknarferlinu. Þá verði starfi aðstoðarmanna ráðherra sett þau mörk að þeir láti af störfum nokkrum mánuðum fyrir reglubundnar þingkosningar.

Innlent

Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning

Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn.

Erlent

Engin lausn og á­kveðin sjálfs­blekking að banna börnum að nota tölvu­leiki

Það er óraunhæf nálgun að vernda börn gegn óprúttnum aðilum á internetinu með því að banna þeim að spila tiltekna tölvuleiki. Slík nálgun endurspegli ákveðinn misskilning á því hvernig netumhverfi barna virkar og mun æskilegra væri fyrir foreldra að kynna sér þá leiki sem börnin eru að spila og þær stillingar og öryggistæki sem eru fyrir hendi til að tryggja öryggi þeirra á netinu og kenna þeim að umgangast netið með ábyrgum hætti. Þetta segir faðir og netöryggissérfræðingur sem telur það ekki vænlegt til árangurs að banna það sem hinir fullorðnu ef til vill ekki skilja.

Innlent

Norðan­áttin gengur niður

Norðanáttin gengur smám saman niður í dag en má þó búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustanlands fram að hádegi.

Veður

Leggur viðskiptaþvinganir á rúss­neska olíurisa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þungar refsiaðgerðir á hendur tveimur stærstu olíurisum Rússlands. Hann sakar Rússlandsstjórn um ónóga viðleitni til að koma á friðarsamkomulagi vegna stríðsins í Úkraínu.

Erlent

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Innlent

Segir til­valin í­búða­svæði opnast með Sunda­braut

Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka.

Innlent

Hafa drepið 34 í á­rásum á meinta smyglara

Bandaríkjaher felldi tvo í loftárás á bát með meinta fíkniefnasmyglara innanborðs á alþjóðlegu hafsvæði Kyrrahafinu í gærkvöldi. Árásin er sú áttunda sem herinn gerir á rúmum mánuði í herferð Bandaríkjastjórnar gegn fíkniefnasmygli en sú fyrsta þar sem skotum er beint að bát á Kyrrahafinu.

Erlent

Niður­rif hafið á gamla Morgun­blaðs­húsinu

Niðurrif á Morgunblaðshúsinu hófst í dag. Búist er við því að framkvæmdin taki tvo til þrjá mánuði. Rúmlega fjögur hundruð íbúðir verða byggðar á svæðinu. Fyrstu íbúðir verði afhentar í byrjun 2029 og er stór hluti þeirra um 75 fermetrar að stærð.

Innlent

Næstum öllum sagt upp hjá dóttur­fé­lagi Play

Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið.

Innlent

„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda fé­lags­lega“

Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í.

Innlent

Fresta fundi til tíu í fyrra­málið

Búið er að fresta fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara þar til klukkan tíu í fyrramálið. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir umræðum hafa verið frestað að frumkvæði sáttasemjara, viðræðum miði í rétta átt „í hænufetum“.

Innlent

Stórskemmtilegur innhringjandi og ó­hefð­bundin út­för

Fjölmörg samtök skora á dómsmálaráðherra að verja vændislöggjöfina og gagnrýna að konum sé refsað fyrir að auglýsa vændi. Í kvöldfréttum sjáum við nýjar tölur lögreglu um fjölda vændismála auk þess sem við ræðum við talskonu Stígamóta sem segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur.

Innlent

Við­gerð muni taka ein­hverja mánuði

Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. 

Innlent

Grunuð um í­kveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi

Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt.

Innlent