Fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Erlent 20.8.2025 14:29 Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Innlent 20.8.2025 14:16 Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Innlent 20.8.2025 14:14 Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Áður óþekkt tungl fannst á braut um reikistjörnuna Úranus með James Webb-geimsjónaukanum, öflugasta sjónauka í heimi. Tunglið er eitt nokkurra smárra fylginhatta sem ganga um reikistjörnuna fyrir innan braut stærstu tunglanna. Erlent 20.8.2025 13:45 Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15 „Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Innlent 20.8.2025 13:01 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01 Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Flutningum kirkjunnar í Kiruna í nýjan miðbæ bæjarins er nú lokið. Flutningarnir hófust í gær og var tekin pása síðdegis í gær. Flutningar hófust aftur klukkan átta í morgun að staðartíma og er nú lokið. Kirkjan er flutt vegna stækkunar járngrýtisnámu LKAB við bæinn. Erlent 20.8.2025 12:34 Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. Erlent 20.8.2025 11:52 Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. Innlent 20.8.2025 11:41 Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um óbreytta stýrivextir. Seðlabankastjóri biður um þolinmæði en formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina vera að þróast í ranga átt. Innlent 20.8.2025 11:37 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Innlent 20.8.2025 11:18 Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Innlent 20.8.2025 11:01 Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. Innlent 20.8.2025 10:50 Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Innlent 20.8.2025 10:18 Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. Innlent 20.8.2025 10:11 „Það er engin sleggja“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Innlent 20.8.2025 10:02 Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47 Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi. Erlent 20.8.2025 09:03 Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. Innlent 20.8.2025 09:01 Segist vilja komast til himna „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. Erlent 20.8.2025 07:23 Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. Veður 20.8.2025 07:07 Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Mannleg mistök leiddu til þess að drög umsagnar skipulagsfulltrúa um framkvæmdir við Álfabakka 2a voru hengd við dagskrárlið 23 afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa í skjalakerfi Reykjavíkurborgar, í stað endanlegrar útgáfu umsagnarinnar. Innlent 20.8.2025 06:46 Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík. Innlent 20.8.2025 06:24 Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. Erlent 20.8.2025 00:01 Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Innlent 19.8.2025 22:00 Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Innlent 19.8.2025 21:01 Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari. Innlent 19.8.2025 20:04 „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði. Innlent 19.8.2025 19:42 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.8.2025 19:25 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. Erlent 20.8.2025 14:29
Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Innlent 20.8.2025 14:16
Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Innlent 20.8.2025 14:14
Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Áður óþekkt tungl fannst á braut um reikistjörnuna Úranus með James Webb-geimsjónaukanum, öflugasta sjónauka í heimi. Tunglið er eitt nokkurra smárra fylginhatta sem ganga um reikistjörnuna fyrir innan braut stærstu tunglanna. Erlent 20.8.2025 13:45
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15
„Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Innlent 20.8.2025 13:01
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01
Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Flutningum kirkjunnar í Kiruna í nýjan miðbæ bæjarins er nú lokið. Flutningarnir hófust í gær og var tekin pása síðdegis í gær. Flutningar hófust aftur klukkan átta í morgun að staðartíma og er nú lokið. Kirkjan er flutt vegna stækkunar járngrýtisnámu LKAB við bæinn. Erlent 20.8.2025 12:34
Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi. Erlent 20.8.2025 11:52
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. Innlent 20.8.2025 11:41
Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um óbreytta stýrivextir. Seðlabankastjóri biður um þolinmæði en formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina vera að þróast í ranga átt. Innlent 20.8.2025 11:37
Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Innlent 20.8.2025 11:18
Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Innlent 20.8.2025 11:01
Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. Innlent 20.8.2025 10:50
Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Innlent 20.8.2025 10:18
Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. Innlent 20.8.2025 10:11
„Það er engin sleggja“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Innlent 20.8.2025 10:02
Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47
Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi. Erlent 20.8.2025 09:03
Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. Innlent 20.8.2025 09:01
Segist vilja komast til himna „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. Erlent 20.8.2025 07:23
Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. Veður 20.8.2025 07:07
Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Mannleg mistök leiddu til þess að drög umsagnar skipulagsfulltrúa um framkvæmdir við Álfabakka 2a voru hengd við dagskrárlið 23 afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa í skjalakerfi Reykjavíkurborgar, í stað endanlegrar útgáfu umsagnarinnar. Innlent 20.8.2025 06:46
Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík. Innlent 20.8.2025 06:24
Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. Erlent 20.8.2025 00:01
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Innlent 19.8.2025 22:00
Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Innlent 19.8.2025 21:01
Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari. Innlent 19.8.2025 20:04
„Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði. Innlent 19.8.2025 19:42
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.8.2025 19:25