Fréttir

Mann­réttinda­dóm­stóllinn vísar máli Hussein frá

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lýst kæru íranska hælisleitandans Hussein Hussein og fjölskyldu hans ótæka til efnismeðferðar og vísað henni frá. Einnig hefur dómstóllinn ákveðið að aflétta bráðabirgðastöðvun á flutningi Hussein frá Íslandi til Grikklands. 

Innlent

Ó­vissu­stig vegna snjó­flóða­hættu í Mýr­dal

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Suðurlandi. Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið og er talið að í Mýrdalnum geti skapast snjóflóðahætta á þekktum stöðum.

Innlent

Ný­fætt barn fannst í inn­kaupa­poka í London

Nýfætt stúlkubarn fannst pakkað inn í handklæði í innkaupapoka í austurhluta Lundúna. Barninu heilsast vel á sjúkrahúsi þökk sé hundaeiganda sem fann það og hélt á því hita. Leit að móðurinni stendur yfir.

Erlent

Neituðu að fara út í kuldann

Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn.

Innlent

Héraðssaksóknari leitar að manni

Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023.

Innlent

Raf­magn aftur komið á Grinda­vík

Rafmagn er eftir komið á Grindavík eftir að hafa farið út um klukkan 7:15 í morgun vegna bilunar í stofnstreng sem liggur undir hrauni í kjölfar eldgossins um helgina.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Grindavík en rafmagn fór af bænum í morgun þegar stofnstrengurinn inn í bæinn gaf sig, en hann er að hluta undir hrauni.

Innlent

Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niður­greiðslu

Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu.

Innlent

Segist tuttugu árum yngri, vits­muna­lega séð

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára.

Erlent

Ræða að vísa deilunni form­lega til ríkis­sátta­semjara

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara.

Innlent

Há­skólarnir sam­einist í há­skóla­sam­stæðu

Lagt verður til við háskólaráð Háskólans a Hólum og Háskóla Íslands að skólarnir sameinist og að rekstrarform sameinaðs skóla verði það sem kallað er háskólasamstæða. Um er að ræða nýnæmi hér á landi en þekkist víða erlendis þar sem hugtakið „kampus“ er notað.

Innlent

Gervi­hnettir gætu tekið við símamöstrum

Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu.

Innlent

Út­lit fyrir hvassan vind með snjó­komu syðst

Útlit er fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða í dag, en annars bjart með köflum. Síðdegis er búist við vaxandi austanátt og að þykkni upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld.

Veður