Fréttir

Munu svara á­rásum Breta og Banda­ríkja­manna

Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.

Erlent

Nespresso ekki fyrir ó­breytta starfs­menn

Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. 

Innlent

Tveir létust í slysinu

Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent

Verður for­maður stjórnar Þjóðar­hallar

Jón Arnór Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal.

Innlent

Sex fluttir með þyrlum til Reykja­víkur

Sex af þeim átta sem slösuðust í árekstri á hringveginum nærri Svínafellsjökli eru á leiðinni til Reykjavíkur með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Von er á þeim á Landspítalann í Fossvogi upp úr klukkan eitt.

Innlent

Hált á vett­vangi á­rekstursins

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir mikla hálku vera við Skaftafell þar sem tveir fólksbílar skullu saman í morgun og átta slösuðust. Tveir eru alvarlega slasaðir og fólkið hefur enn ekki verið flutt á sjúkrahús.

Innlent

Hvetur fé­lags­menn til að halda aftur af hækkunum

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda skorar á félagsmenn að halda aftur af verðhækkunum og taka þannig þátt í að þjóðarsátt náist milli SA og breiðfylkingar innan ASÍ. Fyrirtækin eigi auðveldara með slíkt dragi hið opinbera úr boðuðum hækkunum. Forsvarsmenn félagsins hittu forystu VR í morgun.

Innlent

Átta slasaðir eftir al­var­legt slys við Skaftafellsá

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð á Suðurlandi eftir árekstur tveggja bíla á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi. Átta eru sagðir slasaðir þar af tveir alvarlega. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang. Lokað hefur verið umferð um veginn vegna slyssins.

Innlent

Rennsli úr Gríms­vötnum enn að aukast

Vatnsmagn í Gígjukvísl úr Grímsvötnum hefur aukist jafnt og þétt á síðustu tveimur sólarhringum. Þetta sést á því að áin dreifir úr sér í farvegi sínum, að því er segir í tilkynningu Veðurstofu.

Innlent

Hefja leit á ný

Leit að manninum, sem talið er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudag, er hafin á ný. Leit var frestað í gærkvöldi vegna hættulegra aðstæðna á svæðinu.

Innlent

Sagt upp hjá Sinfó vegna orðsporsáhættu

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið dæmd til að greiða hljóðfæraleikara í sveitinni 3,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2022. Uppsögnin byggði á því að hann hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun og orðspor hljómsveitarinnar væri í hættu. Fimm ár voru þá liðin frá því rannsókn málsins var felld niður hjá héraðs- og ríkissaksóknara.

Innlent