Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2025 23:48 Gideon Saar er utanríkisráðherra Ísraels. Getty/Amir Levy Utanríkisráðherra Ísraels segir að árásir Ísraelsmanna á kjarnorku- og hernaðarinnviði í Íran hafi tafið framleiðslu klerkastjórnarinnar í Íran á kjarnorkuvopnum í að minnsta kosti tvö ár. Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild. Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Gideon Saar utanríkisráðherra ræddi við blaðamann Bild um átökin við Írani í dag. Hann segir það yfirlýst markmið sitt að gera út á við kjarnorkuinnviði Írana en að enn sem komið er sé ekki stefnt að því að ráða niðurlögum æðstaklerksins eða steypa klerkastjórninni af stóli. Loftárásir miklum árangri náð Hann segir það yfirlýst markmið stríðsins við Írani að koma höggi á kjarnorku- og flugskeytaframleiðslu þeirra. Um möguleg tilræði við æðstaklerkinn Ali Khamenei vill hann minna segja. Hann segir þó mikinn árangur hafa náðst í að hefta kjarnorkuvopnaframleiðslugetu Írana. „Við tölum ekki fyrirfram um að sem við ætlum að gera,“ segir Gideon. Stjórnarskipti í Íran séu þó enn sem komið er ekki á borði ísraelska öryggisráðsins. Saar segist jafnframt ekki trúa á að hægt sé að koma á sáttum eftir diplómatískum leiðum. „Ég trúi ekki á diplómatík við Íran. Allar slíkar tilraunir hafa mistekist hingað til,“ segir hann. Íranir noti viðræðurnar til að kaupa tíma Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundaði í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn á stríði Ísraels og Írans. Ísrael Katz varnarmálaráðherra Ísraels hefur látið hafa það eftir sér að Ísraelsmenn hyggist steypa klerkastjórninni af stóli en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tók ekki svo djúpt í árinni. Eins og greint var frá í dag hyggst Donald Trump Bandaríkjaforseti bíða í tvær vikur þar til hann ákveður hvort Bandaríkjaher geri árásir á Íran eða ekki. Sjá einnig: Kynnti sér mögulegar árásir: „Að klára verkið þýðir að rústa Fordo“ Loftárásir hafa gengið á víxl landanna á milli og hefndarárásir á hefndarárásir ofan. Vika er nú liðin frá því að Ísraelsher hóf að gera loftárásir og síðan þá er talið að mörghundruð manns hafi farist í Íran og Ísrael. Ljóst er að ástandið er eldfimt og átökin gætu stigmagnast á hverri stundu þrátt fyrir tilraunir alþjóðasamfélagsins til að leiða löndin til sátta. Þær tilraunir gefur Gideon Saar lítið fyrir. „[Íranir] nota slíkar viðræður til að gabba, kaupa sér tíma og ná frekari árangri [í kjarnorkuvopnaframleiðslu]. Ég trúi því ekki að þeir komi til með að breyta hegðun sinni,“ segir hann við Bild.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44 Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið. 20. júní 2025 06:44
Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. 19. júní 2025 11:51
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. 19. júní 2025 06:50