Skoðun

Fréttamynd

Er veganismi á undan­haldi?

Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar

Fyrir stuttu birtist umfjöllun í Kastljósi sem hafði það að leiðarljósi að fara yfir stöðu veganisma á Íslandi í dag. Umfjöllunin var að mestu leyti byggð á reynslusögu eins einstaklings, með innslagi frá aðila úr veitingageira sem leggur mesta áherslu á kjöt- og fiskmeti. 

Skoðun

Fréttamynd

Lýð­ræðið tekið úr höndum nem­enda í Lundar­skóla

Benedikt Már Þorvaldsson skrifar

Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráð eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7.–10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti.

Skoðun
Fréttamynd

Geðheil­brigði er mann­réttinda­mál

Svava Arnardóttir skrifar

Mannréttindi eru grundvallarréttindi okkar allra. Þau eru forsenda þess að við getum þroskast, nýtt alla hæfileika okkar og dafnað sem mannverur. Hérlendis eru mannréttindi vernduð í stjórnarskránni, almennum íslenskum lögum og ýmsum alþjóðasamningum sem Ísland hefur skrifað undir og jafnvel lögfest.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsyfirlýsing for­stöðu­manna Sól­heima

Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar

Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir, Katrín Björg Þórisdóttir, Þorbjörg Ída Ívarsdóttir og Yvonne Höller skrifa

Þann 16. september birti sérfræðinganefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna tímamótaskýrslu um þjóðarmorð Ísraels í Palestínu. Niðurstöður skýrslunnar eru algjörlega afgerandi og ljóst að ekkert ríki heims getur nú vikist undan ábyrgð.

Skoðun
Fréttamynd

Tími skyndi­lausna á húsnæðis­markaði er liðinn

Gunnar Axel Axelsson skrifar

Ef ætlunin er að skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði hér á landi þá er fyrsta og mikilvægasta skrefið í þeirri vinnu að greina orsakir vandans og leggja grunn að raunverulegum langtímalausnum. Á síðustu árum hafa stjórnmálin því miður ekki nálgast þetta mikilvæga verkefni með þeim hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­ræði í mót­vindi

Gunnar Salvarsson skrifar

Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Orka Breiða­fjarðar

Ingólfur Hermannsson skrifar

Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það.

Skoðun
Fréttamynd

Hin­segináætlun stjórn­valda – pólitísk hug­mynda­fræði í stað stað­reynda

Eldur Smári Kristinsson skrifar

Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði.

Skoðun
Fréttamynd

Eigum við sam­leið

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðar­morð Palestínu

Guðný Gústafsdóttir skrifar

Hugtakið þjóðarmorð (genocide) var fyrst sett fram á fjórða áratug síðustu aldar af Raphael Lemkin, lögfræðingi af gyðingaættum sem hafði flúið ofsóknir nasista. Hugtakið þjóðarmorð var lykilhugtak í Nürnberger réttarhöldunum 1945-1949 og lagt til grundvallar við gerð Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð.

Skoðun
Fréttamynd

Aga­leysi bítur

Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

„Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land boðar mann­úð en býður út­legð

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Umræða um útlendingamál á Íslandi er vinsælt þrætuepli stjórnmálamanna, en enginn talar um staðreyndirnar. Sumir flokkar krefjast áframhaldandi móttöku í nafni samúðar, aðrir vilja fækka komum í nafni verndar. Allir safna stigum, en allir hunsa sannleikann: aðbúnaður flóttafólks er svo slakur á Íslandi að enginn gæti þrifist vel við slíkar aðstæður.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin eru ekki tölur

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Menntun snýst ekki aðeins um árangur í prófum heldur fyrst og fremst um að rækta einstaklinga. Skólinn er samfélag þar sem börn læra að hugsa, skapa, vinna með öðrum og takast á við lífið sjálft.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­skoðun vaxtar­marka for­senda frekari upp­byggingar

Valdimar Víðisson skrifar

Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Að kveikja á síðustu eld­spýtunni

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum.

Skoðun
Fréttamynd

Lág laun og á­lag í starfs­um­hverfi valda skorti á fag­fólki

Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa

Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað veit Haf­ró um verndun haf­svæða?

Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Það bárust sláandi fréttir í vikunni af árangri Íslands hvað friðun hafsvæða varðar. Fram kom að við erum töluvert á eftir öðrum löndum í þessum efnum og eigum langt í land með að uppfylla skuldbindingar okkar um friðun 30% hafsins fyrir 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Ógnar stjórn­leysi á landa­mærunum ís­lensku sam­félagi?

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd.

Skoðun
Fréttamynd

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Menningarstríð í borginni

Hildur Björnsdóttir skrifar

Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. 

Skoðun
Fréttamynd

Mál­frelsið

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Það er margt sem við vitum öll en verður ekki endilega rétt fyrr en einhver segir það upphátt. Við venjumst hlutum hraðar en við gerum okkur grein fyrir. Það sem eitt sinn var óhugsandi getur smám saman orðið hluti af daglegu lífi. Það gerist ekki vegna þess að það öðlist nýtt siðferðilegt gildi heldur vegna þess að við hættum að efast.

Skoðun
Fréttamynd

Austur­land lykil­hlekkur í varnar­málum

Ragnar Sigurðsson skrifar

Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hyggjur af fyrir­hugaðri sam­einingu Hljóðbókasafns Ís­lands

Snævar Ívarsson skrifar

Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­festing í færni

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Í ár fagna starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks 25 ára afmæli. Sjóðirnir voru stofnaðir árið 2000 á grundvelli kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins með það að markmiði að styrkja menntun og byggja upp hæfni starfsfólks fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar á ég heima? Að­gengi fólks með POTS að heil­brigðis­þjónustu

Hugrún Vignisdóttir skrifar

Það að greinast með ólæknandi heilkenni er áfall. Það hefur áhrif á þá sem greinast og fólkið í kringum þau hvort sem er fjölskyldu, vini, samstarfsfólk eða aðra. POTS er ólæknandi heilkenni og með heilkenni er átt við samansafn af einkennum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem koma saman en orsakir heilkennisins geta verið mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Lærum af reynslunni

Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Aga­leysi bítur

„Það er mikilvægt að barn komi vel sofið, búið að borða og í ró í skólann.“ Þetta sagði við mig kennari sem hefur langa reynslu af skólastofunni. Þetta er forsenda þess að hægt sé að hefja kennslu og nýta tímann til náms.


Meira

Ólafur Stephensen

Að þvælast fyrir at­vinnu­rekstri - á þeim for­sendum sem henta

Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir

Auðlindarentan heim í hérað

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Skuggaráðherra ríkis­stjórnarinnar

Ný ríkisstjórn hefur ekki bara verið að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki, m.a. með afnámi séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna. Ýmislegt hefur jafnvel verið jákvætt.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Grafið undan grunn­stoð ríka sam­fé­lagsins

Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við.


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.


Meira

Svandís Svavarsdóttir


Meira

Snorri Másson

Á hvaða ári er Inga Sæ­land stödd?

Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum.


Meira

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir

Borgar sig að van­meta menntun?

Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta.


Meira

Finnbjörn A. Hermannsson

Hróplegt ó­rétt­læti í líf­eyris­málum

Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða.


Meira

Halla Gunnarsdóttir

Átta at­riði sem sýna fram á vanda há­vaxta­stefnunnar

Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir

Sparnaðartillögur á kostnað at­vinnu­lausra

Félags- og húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem til stendur að stytta bótatímabilið úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði og herða á ávinnsluskilyrðum. Þessi áform endurspeglast einnig í frumvarpi til fjárlaga sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær.


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Öndum ró­lega

Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar.


Meira