Fótbolti

Åge Hareide: Framtíðin er björt

„Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins.

Fótbolti

„Vorum svo ó­geðs­lega ná­lægt þessu“

„Þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir eftir að hafa tapað svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um það að þurfa að mæta í viðtal eftir grátlegt tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld.

Fótbolti

„Hann var alltaf mættur“

Jón Dagur Þorsteinsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tap Íslands gegn Úkraínu. Hann sagði tapið það erfiðasta á hans ferli.

Fótbolti

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

„Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

Fótbolti

„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“

Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 

Fótbolti

Engin inn­stæða í Tékk­landi

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri beið afhroð í Tékklandi þar sem það mætti heimamönnum í undankeppni EM 2025 í knattspyrnu. Lokatölur 4-1 Tékkum í vil.

Fótbolti

Kæra blaða­mann fyrir hatursorðræðu

Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, er æfur yfir ummælum blaðamannsins Julians Reichelt sem orðaði Rudiger við hryðjuverkasamtökin ISIS. Bæði Rüdiger og þýska knattspyrnusambandið hafa kært Reichelt.

Fótbolti