Fótbolti

„Við höfum svo­sem reynt erfiðu leiðina áður“

„Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti

„Orðið full langt síðan“

„Mér líst bara mjög vel á þetta, ég held það séu allir klárir,“ segir Viktor Örlygur Andrason, leikmaður Víkings, um verkefni kvöldsins er Víkingar mæta Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu.

Fótbolti

„Hefur verið minn dyggasti þjónn“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir mikinn missi í Pablo Punyed sem sleit nýverið krossband. Þrátt fyrir meiðslavandræði ætla Víkingar sér sigur á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti

„Veit bara af mér í jörðinni”

KA vann sterkan 1-0 sigur á Val á Greifavellinum fyrr í kvöld í Bestu deild karla. Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks. Valsmenn léku einum færri frá 59. mínútu þegar markmaður þeirra, Frederik Schram, fékk að líta rauða spjaldið.

Fótbolti

„Ætla ekki að koma með ein­hverjar blammeringar hérna“

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans. 

Fótbolti

„Ætlum að gera at­lögu að titlinum“

Ísak Snær Þorvaldsson nældi í tvær vítaspyrnur þegar Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur gegn Fylki í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Ísak Snær ætlar að klára tímabilið í Kópavoginum.  

Fótbolti