Erlent

Einn látinn eftir skot­á­rás í Kaup­manna­höfn

Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir.

Erlent

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent

Sterk til­hneiging and­stæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram

Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega.

Erlent

Flug­riti flug­vélar Prígó­sjíns fundinn

Flugriti flugvélarinnar sem fórst nærri Moskvu á miðvikudag hefur verið fundinn auk líkamsleifa þeirra tíu sem voru um borð. Jevgení Prígosjín, leiðtogi Wagner-hópsins, var á farþegalista flugvélarinnar auk undirmanna sinna og áhafnarmeðlima flugvélarinnar.

Erlent

Ó­víst að upp­lýsingar um þyngd og hæð séu réttar

Ó­víst er að upp­lýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í At­lanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í um­fjöllun Was­hington Post.

Erlent

Danir banna brennslu trúar- og helgi­rita

Stjórnvöld í Danmörku hyggjast banna brennur trúar- og helgirita á opinberum stöðum, það er að segja á almannafæri. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra brenna fyrir utan erlend sendiráð nú í sumar.

Erlent

Trump handtekinn í tugthúsinu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020.

Erlent

Deilt um gagnsóknina

Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa.

Erlent

Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum

Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni.

Erlent

Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld.

Erlent

Flestir fram­bjóð­endur myndu styðja Trump þrátt fyrir sak­­fellingu

Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi.

Erlent

Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta.

Erlent

Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður

Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest.

Erlent