Erlent

Rannsakandi Trumps beið afhroð

Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að.

Erlent

Apabóla greinist í Noregi

Norskur ríkisborgari greindist í dag með apabólu eftir ferðalag í Evrópu. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist í Noregi.

Erlent

ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót.

Erlent

Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde

Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær.

Erlent

Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök

Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi.

Erlent

Kastaði tertu í Monu Lisu

Lögregla í Frakklandi handtók í gær karlmann sem hafði kastað tertu sem hafnaði á glerinu sem ver Monu Lisu, málverk Leonardo da Vinci, sem hangir uppi á vegg á listasafninu Louvre í París.

Erlent

Líkur á vinstri­sinnuðum for­­seta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýð­veldis­­stofnun

Seinni umferð forsetakosninga Kólumbíu mun fara fram 19. júní næstkomandi, þar sem enginn frambjóðenda hlaut meira en helming atkvæða í fyrri umferð sem fór fram á sunnudag. Gustavo Petro, vinstrisinnaður fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar Bogotá hlaut þar 40 prósent atkvæða og mun mæta Rodolfo Hernandez, íhaldsömum viðskiptafrömuði, í einvíginu.

Erlent

Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt

Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig.

Erlent

„Við vitum hvað virkar gegn þessu“

Varaforseti Bandaríkjanna kallar eftir því að þingið bregðist við vaxandi skotvopnaógn í landinu og banni almenningi að eiga árásarvopn. Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í grunnskóla í Uvalde í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreind

Erlent

Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar

Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni.

Erlent

Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands

Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum.

Erlent

Fjallagarpar fórust í íshruni

Tveir fjallgöngumenn fórust og níu slösuðust þegar íshnullungar féllu úr fjalli ofan á þá í suðvestanverðu Sviss í dag. Meiriháttar björgunaraðgerð var sett af stað til að koma fólkinu til hjálpar.

Erlent