Skoða viðskipti Trump við erlend ríki í samhengi við leyniskjöl Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2023 11:01 „Ég á þetta, ég má þetta,“ hefur verið afstaða Donalds Trump til leyniskjala sem hann tók með sér þegar hann lét af embætti forseta með semingi árið 2021. AP/Evan Vucci Alríkissaksóknarar sem rannsaka leyniskjöl sem Donald Trump hafði með sér þegar hann lét af embætti forseta Bandaríkjanna stefndu fyrirtæki hans um upplýsingar um viðskiptatengsl við sjö erlend ríki. Rannsóknin kann því að beinast að því hvort að Trump hafi nýtt sér skjölin í viðskiptum sínum á erlendri grundu. Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Stefnan snýst um fasteignasamninga Trump-fyrirtækisins í Kína, Frakklandi, Tyrklandi, Sádi-Arabíu, Kúvæt, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Óman frá því að Trump varð forseti árið 2017. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn sem rannsakar meðhöndlun Trump á leyniskjölunum, gaf stefnurnar út. Fyrirtækið sagðist ekki ætla að gera neina erlenda samninga á meðan Trump væri forseti. Eftir að hann lét af embætti er aðeins vitað til þess að hann hafi gert einn samning við sádiarabískt fyrirtæki um að ljá nafn sitt íbúðum, hóteli og golfvöllum í Óman, að sögn New York Times. Saksóknararnir kröfðust í sömu stefnu upplýsinga um viðskipti Trump við LIV-mótaröðina í golfi. Hún er í eigu sádiarabískra stjórnvalda og hafa mót á vegum hennar verið haldin á golfvöllum í eigu Trump. Samningar um mótin voru gerð eftir að Trump tók leyniskjölin með sér. LIV-golfmótaröðin keppir meðal annars á Doral-velli Trump í Flórída. Hér sést fyrrverandi forsetinn með Brooks Koepka, fimmföldum risameistara í golfi (annar frá hægri) og sonum sínum Donald yngri (lengst til vinstri) og Eric (lengst til hægri) á vellinum í október.Vísir/Getty/LIV Golf Gögn um Miðausturlönd og Macron í fórum hans Trump tók hundruð leyniskjala með sér þegar hann lét af embætti forseta árið 2021. Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá hann til að láta skjölin af hendi en án árangurs. Á endanum réðust útsendarar alríkisstjórnarinnar í húsleit á heimili hans í Flórída í ágúst. Vitað er að á meðal þeirra leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu voru einhver sem tengdust Miðausturlöndum. Gögn um Emmanuel Macron Frakklandsforseta voru einnig á meðal þeirra sem alríkislögreglumenn lögðu hald á við húsleitina. Vísbendingar eru einnig um að Trump hafi gert lögmönnum sínum að afhenda ekki öll leyniskjölin sem voru í vörslu hans og koma þeim undan. Þannig hafi hann hindrað rannsókn yfirvalda. Trump hefur ítrekað haldið því fram að skjölin séu persónuleg eign hans. „Ég tók skjölin. Ég má það,“ sagði Trump í sjónvarpsþætti CNN fyrr í þessum mánuði. New York Times segir að Smith þurfi ekki endilega að skýra hvað Trump gekk til með því að hanga á leyniskjölunum til þess að sanna að fyrrverandi forsetinn hafi brotið lög. Rannsókn Smith beinist einnig að tilraunum Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum árið 2020 og fjáröflun hans fyrir meintri rannsókn á kosningasvikum. Annar sérstakur rannsakandi kannar leyniskjöl sem lögmenn Joes Biden forseta létu vita af að hefðu fundist á skrifstofu og heimili hans. Einn helsti lögmaður Trump sagði sig frá málinu Á ýmsu hefur gengið í lögmannateymi Trump í málinu upp á síðkastið. Timothy Parlatore, einn helsti lögmaður fyrrverandi forsetans, sagði sig frá málinu nýlega og vísaði til ágreinings við Boris Epshteyn, náinn ráðgjafa Trump. Sakaði hann Epshteyn um að gera lögmönnunum mun erfiðara um vik að verja Trump en það þyrfti að vera með því að koma í veg fyrir að þeir gætu skipst á upplýsingum um rannsóknina við Trump. Talsmaður Trump hafnaði ásökunum Parlatore og sagði þær „afdráttarlaust rangar“.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. 12. janúar 2023 20:20
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59