Innlent

Stjórnar­slit skárri kostur en orkuskortur

Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans.

Innlent

Telur að stjórn­völd ættu að stíga inn í deiluna

Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 

Innlent

Reiði og piparúðabrúsar á mót­mælum við banda­ríska sendi­ráðið

Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. 

Innlent

Fundi lauk án árangurs og verk­fall á fimmtu­dag

Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda.

Innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá RÚV

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV.

Innlent

Stein­þóri mögu­lega ekki gerð sér­stök refsing fyrir mann­dráp

Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans.

Innlent

Stólaskiptin höfðu mikil á­hrif á traustið

Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir.

Innlent

Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur.

Innlent

Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28

Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni.

Innlent

Stöðva ekki starf­semi Intuens

Heilbrigðisráðuneytið telur ekki forsendur til þess að stöðva rekstur Intuens Segulómunar. Það er vegna þess að fyrirtækið gerði grundvallarbreytingar á starfsemi sinni í framhaldi af samskiptum sínum við ráðuneytið og embætti landlæknis.

Innlent

Miklar breytingar fram­undan í Sund­höllinni

Nýtt laugarker, endurgerðir pottar, tveir nýir gufuklefar aðstaða fyrir laugarverði eru meðal þeirra breytinga sem gerðar verða í Sundhöll Reykjavíkur á næstunni. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð borgarinnar samþykkti breytingarnar á fundi sínum fyrir helgi. Möguleg gætu stökkbretti innilaugarinnar horfið. 

Innlent

Svan­dís gerir ráð fyrir 20 prósenta af­föllum

Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um deilu flugumferðastjóra og Isavia en þeir fyrrnefndu lögðu niður störf í sex tíma í nótt og í morgun þannig að allt flug til og frá landinu lamaðist og innanlandsflugið líka.

Innlent

Stungusárin lík­lega ekki fyrir slysni

Læknir sem fór yfir krufningarskýrslu Tómasar Waagfjörð í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða segir ólíklegt að tvö stungusár sem eru talin hafa orðið Tómasi að bana hafi orðið fyrir tilstilli slysni.

Innlent

Skora á RÚV og vilja Ísrael út

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda hefur sent áskorun til útvarpsstjóra og stjórnar Ríkisútvarpsins þess efnis að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári nema Ísraelum verði vikið úr keppni. 

Innlent