Innlent

Grinda­vík eins og „Tsjernobyl án kommún­isma“

Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði.

Innlent

„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“

Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði.

Innlent

Stefán hélt starfinu með naumindum

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára. Fimm stjórnarmeðlimir RÚV greiddu atkvæði með því að bjóða Stefáni endurráðningarsamning en fjórir vildu auglýsa stöðuna. 

Innlent

Ný könnun, frægir á þing og Ís­lands­met í aug­sýn

Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vill þjóðin sjá formenn flokka sem ekki voru í síðustu ríkisstjórn leiða þá næstu. Við förum yfir glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við þau sem flestir vilja sjá í embættinu – og fæstir.

Innlent

Ó­venju­leg aukin virkni við Geysi

Óvenjuleg aukning á hveravirkni hefur orðið á Geysissvæðinu í Haukadag síðan á laugardag. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar sem gætu útskýrt þessa virkni. 

Innlent

Alma og Guð­mundur Ari leiða í Kraganum

Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða.

Innlent

Leitað að sex ung­mennum um helgina og eitt enn týnt

Lögreglu bárust sjö leitarbeiðnir vegna sex týndra ungmenna undir átján ára aldri um helgina. Tvö þeirra höfðu strokið að heiman eftir að hafa verið keyrð heim af Stuðlum í kjölfar brunans þar um helgina, annars vegar fimmtán ára piltur sem kom í leitirnar fyrr í dag eftir að hafa verið týndur í tvo sólarhringa og hins vegar unglingur á svipuðum aldri sem enn er leitað.

Innlent

„Hefði kannski verið heppi­legra að allt væri komið“

Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn.

Innlent

Odd­ný gleymir aldrei sím­tali Bjarna Ben

Oddný Harðardóttir minnist símtals frá Bjarna Benediktssyni eftir að Samfylkingin beið afhroð í þingkosningunum árið 2016. Brynjar Níelsson segist alls ekki hafa gefist upp á Jóni Gunnarssyni. Þetta var meðal þess sem fram kom í Kosningapallborði á Vísi þar sem gestir fóru um víðan völl.

Innlent

Ekkert drama á bak við frestun fundarins

Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að fundur kjördæmisráðsins sem átti að fara fram á morgun verði frestað fram á fimmtudagskvöld. Á fundinum stendur til að kynna allan lista flokksins í kjördæminu. Formaður kjördæmaráðs segir ástæðuna ekki vera nokkurs konar ágreining.

Innlent

Faðirinn á­fram í gæslu­varð­haldi

Karlmaður sem er grunaður um að hafa orðið barnungri dóttur sinni að bana um miðjan septembermánuð var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. nóvember næstkomandi.

Innlent

Gaf sig fram við lög­reglu blautur og kaldur eftir tvo daga á ver­gangi

Fimmtán ára piltur sem strauk að heiman skömmu eftir að hafa verið keyrður heim af Stuðlum í kjölfar eldsvoða um helgina er kominn í leitirnar. Drengurinn gaf sig sjálfur fram við lögreglu upp úr hádegi í dag. Hans var saknað í tvo sólarhringa áður en hann kom í leitirnar, blautur og kaldur eftir að vera úti á vergangi. Þetta segir móðir drengsins í samtali við fréttastofu.

Innlent

Kosningapallborð: Kanónur kveðja

Fyrsta formlega kosningapallborð fréttastofunnar fyrir alþingiskosningarnar verður helgað reyndum þingmönnum sem eru að kveðja sviðið og hafa tekið ákvörðun um að láta gott heita. 

Innlent

Fimm þing­menn af átta horfnir á braut

Fimm þingmenn Vinstri grænna af þeim átta sem fengu sæti á Alþingi eft­ir síðustu þing­kosn­ing­ar verða ekki á lista flokks­ins fyr­ir næstu kosn­ing­ar. Meirihluti þeirra er því horfinn á braut.

Innlent

Lög­reglu­stjóri skýtur á Grindavíkurnefnd

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar, sem varð í dag, en segir þó að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin.

Innlent