Gagnrýni

Ástir og örlög í amerískum stíl

Ófrumleg unglingabók, einkum byggð á klisjum úr amerískum kvikmyndum. Engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði.

Gagnrýni

Hin flöktandi stjarna

Myndin er afar vel heppnuð og sýnir goðsögnina Marilyn í fallegu en flöktandi ljósi. Kaflaskipt en þrælgóð mynd um eina þekktustu konu síðustu aldar.

Gagnrýni

Hvor var Axlar-Björn?

Frumsýning á miðvikudegi, öll sæti skipuð og eftirvænting í salnum. Eitthvað íslenskt, eitthvað nýtt og svo auðvitað Helgi Björns.

Gagnrýni

Hressileg saga fyrir fróðleiksfúsa krakka

Náttúrugripasafnið er fantasía þar sem dvergar leika lausum hala, forsögulegur maður vaknar til lífsins, beinagrind löngu látinnar stúlku á safni tekur til sinna ráða og kettir hugsa líkt og menn.

Gagnrýni

Klassískt og kraftmikið

Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.

Gagnrýni

Ljúf og heimilisleg afurð

Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson, sá afbragðsflinki og blæbrigðaríki söngvari, og Björgvin Ívar Guðmundsson, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri böndum, kynntu dúettinn Elda og þessa fínu plötu sem hliðarverkefni samhliða öðrum störfum fyrir jólin, sem sýnir sig kannski helst í því að hvorki er verið að finna upp hjólið né reyna of mikið á þolgæði þess.

Gagnrýni

Margræðar myndir

Vandað val kyrralífsmynda skapar margræða og fallega sýningu og minnir á þá margvíslegu möguleika sem felast í íslenskri myndlistarsögu. Margræð sýning Hörpu Björnsdóttur gefur áhorfandanum rými til umhugsunar.

Gagnrýni

Langur forleikur

Varla var dauður punktur í sýningunni og hefur Valdimari Flygenring farnast það vel úr hendi að ná góðu samspili hópsins en leikritið er ekki uppá marga fiska.

Gagnrýni

Spennandi klækjaflækja

Njósnaheimur Tinker Tailor Soldier Spy er virkilega heillandi og ég held ég myndi jafnvel njóta hennar betur í annað sinn. Spennandi mynd eftir gamalli uppskrift "paranojumynda" 8. áratugarins. Handrit dregur þó á köflum niður góða sögu.

Gagnrýni

Fuglahræða á ferð og flugi

This Must Be the Place er ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd. Ég get mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu.

Gagnrýni

Hverjir verða skáld?

Heimsljós eftir Halldór Laxness er sagan um Íslendinga eins og þeir margir hverjir vilja sjá sig. Skáldið stendur fyrir utan lífið, horfir á, er ekki með og tekur ekki afstöðu en getur engu að síður heillað kvenfólkið og jafnvel ráðamenn upp úr skónum þó það sé fátækt og umkomulaust í hinum veraldlega heimi.

Gagnrýni

Kafað í sálarlíf skálds

Stórmerkileg ævisaga, samin af heiðarleika og djúpri sannleiksþrá. Landnám er einstaklega góð greining á verkum Gunnars Gunnarssonar, sem og lífsskoðunum hans og persónuleika. Lesandi skilur ekki einungis höfundarverk skáldsins betur eftir að hafa lesið þessa bók, heldur er hann einnig nokkurs vísari um mannlegt eðli – og fyrir það má þakka.

Gagnrýni

Oftar, takk

Falleg lög, fallegur söngur og píanóleikur. Þetta er glæsileg útgáfa sem verður vonandi til þess að lög Sigursveins D. Kristinssonar hljóti þann sess sem þau verðskulda.

Gagnrýni

Þéttofið, litríkt og yfirleitt áhugavert

Söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er kynntur til sögunnar á þessari sjöundu hljóðversplötu Todmobile. Eins og búast mátti við fær hann að njóta sín í kraftmeiri lögunum og stimplar sig þar vel inn á meðan Andrea Gylfa syngur yfirleitt þau rólegri.

Gagnrýni

Fram og aftur blindgötuna

Mögnuð saga af flakki unglings um Spán og Marokkó og hvernig hann þokast áfram á þroskaferlinum. Götumálarinn er stórgóð bók og vel skrifuð. Listilega spunninn þráður um heim sem flestum er hulinn, margir sjá í hillingum en höfundur sýnir eins og er.

Gagnrýni

Öll fallegu orðin

Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og seltu og mannlegri þrá. Það er hollt að lesa um Lífið með öllum þess gæðum og göllum. Þegar sagt er af brothættum manneskjum eru fáir höfundar sem sýna meiri nærgætni en Guðmundur Andri Thorsson. Og þeir eru mjög fáir sem kunna að skrifa svona fallegan texta.

Gagnrýni

Frá Írak á Akranes

Ríkisfang: Ekkert er ekki hnökralaus bók en á heildina litið er hún góð og þarft innlegg í umræðu um flóttafólk á Íslandi og hlutskipti þess. Áhugaverð saga kvenna sem hafa lifað tímana tvenna.

Gagnrýni

Korn stekkur á dubstep-vagninn.

Fín plata, ekki mikið meira en það. Nokkur fín lög er að finna á plötunni, fullt af grípandi viðlögum, en manni finnst þó alltaf eins og hér sé um endurgerð Korn-lög að ræða, en ekki nýtt efni frá hljómsveitinni.

Gagnrýni

Farðu úr úlpunni!

Breska hasarhetjan Jason Statham getur látið til sín taka þegar sá gállinn er á honum. Í myndinni Blitz er hann hins vegar á sjálfstýringu og gefur lítið af sér. Hann klæðist úlpu stóran hluta myndarinnar og ég fékk það á tilfinninguna að það væri ekki ákvörðun búningadeildarinnar heldur bara það að Statham hefði mætt á tökustað og hreinlega ekki nennt að fara úr úlpunni.

Gagnrýni

Minna er meira

Söngurinn er vissulega fagmannlegur og glæsilegur. Túlkunin er heildstæð og fókuseruð. Og það er rétta stemningin í söngnum. Vandamálið er annað. Það eru útsetningarnar. Þær stílast á Karl Olgeirsson, og í minna mæli á Harald Vigni Sveinbjörnsson.

Gagnrýni

Fínn frumburður

Hljómsveitin Úlfur úlfur var stofnuð fyrr á árinu upp úr rústum Bróður Svartúlfs sem vann Músíktilraunir 2009.

Gagnrýni

Vel lukkað samstarf

Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki. Á heildina litið er það sérstakt og áhrifaríkt og ætti allt áhugafólk um framsækna tónlist að gefa því gaum.

Gagnrýni

Larsson að hætti Hollywood

Skandinavíski krimminn fer Fincher nokkuð vel. Hann stenst prófið með ágætum. Daniel Craig stendur sig ágætlega sem Blomkvist en það er hin unga Rooney Mara sem dregur að sér mesta athygli hér. Hún er frábær í hlutverki Salander og er í senn aðlaðandi og fráhrindandi. Mann langar að faðma hana en hún myndi eflaust launa faðmlagið með pungsparki.

Gagnrýni