Handbolti

Vals­menn enn ó­sigraðir

Valur lagði Stjörnuna með sex marka mun í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 34-28. Valur er með fullt hús stiga að loknum sex umferðum á meðan Stjarnan er í basli.

Handbolti

Viggó með níu mörk í sigri Leipzig

Viggó Kristjánsson varð markahæstur allra með níu mörk í 28-22 sigri liðsins gegn Lemgo. Andri Már Rúnarsson gerði sömuleiðis tvö mörk og faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, stýrði Leipzig liðinu.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 24-32 | Öruggt hjá gestunum

Fram tók á móti FH í 5. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn var FH í öðru sæti deildarinnar með átta stig á meðan Fram sat í því áttunda með þrjú. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem unnu sannfærandi átta marka sigur í dag gegn lánlausum Framörum, lokatölur 24-32.

Handbolti

Haukar og Víkingur með sigra

Haukar unnu öruggan 11 marka sigur á Gróttu í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 39-28. Nýliðar Víkings unnu frábæran útisigur á Selfossi, lokatölur 19-21.

Handbolti

Gott gengi Hauka heldur á­fram

Haukar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið vann góðan sex marka sigur á KA/Þór í kvöld, lokatölur 26-20.

Handbolti

Patrekur útskýrir málin: Ekki hættur að þjálfa og ekki að hlaupa í burtu

Patrekur Jóhannesson hætti óvænt þjálfun karlaliðs Stjörnunnar í Olís deild karla í handbolta í síðustu viku en það gerði hann eftir að tímabilið var farið af stað. Patrekur ætlar að einbeita sér að hinum hlutum starfs síns hjá félaginu. Patrekur heldur þannig áfram störfum sem íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Handbolti

Eyjakonur vinna einvígið í Evrópubikarnum

ÍBV vann einvígi sitt í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta gegn portúgalska liðinu Colé­gio de Gaia. Seinni leikurinn tapaðist með einu marki en sigurinn í gær dugði til og einvígið endar 53-50 samanlagt fyrir ÍBV. 

Handbolti

Patrekur hættir sem þjálfari Stjörnunnar

Patrekur Jóhannesson hefur látið af störfum sem aðalþjálfari Stjörnunnar í handbolta. Hrannar Guðmundsson mun taka við af honum og Patrekur færir sig í nýtt hlutverk innan félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.

Handbolti