Handbolti

Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra?

Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30.

Handbolti

Ung­verja­land marði Serbíu

Dramatíkin í C-riðli EM karla í handbolta heldur áfram en Ungverjaland skreið á topp riðilsins með eins marks sigri á Serbíu. Fyrr í dag hafði Ísland unnið hádramatískan sigur á Svartfjallalandi.

Handbolti

Samfélagsmiðlar: Vit­laus skipting bjargaði Ís­landi

Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil.

Handbolti

„And­lega sterkt að vinna leikinn“

„Tvö stig í pokann en aftur, eins og í fyrsta leik, var þetta ekki alveg nægilega gott. Erfitt að setja puttann á hvað það er svona strax eftir leik,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi.

Handbolti

„Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi“

„Var í max púls, fullt af mjólkursýru og hefði komið illa út úr þrekprófi,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir hádramatískan sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi.

Handbolti

„Kom ekkert annað til greina en sigur“

„Fannst við sundurspila þá bróðurpartinn af leiknum. Klikkuðum hins vegar á of mikið af dauðafærum,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir hádramatískan eins marks sigur á Svartfjallalandi á EM í handbolta.

Handbolti

Haukur og Donni ekki með í dag

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handbolta hefur ákveðið að hafa þá Hauk Þrastarson og Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna, utan hóps í leiknum við Svartfjallaland sem hefst klukkan 17.

Handbolti

„Einar er ó­geðs­lega góður í þessu“

„Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag.

Handbolti

„Við erum með frá­bæra sóknar­menn“

Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn.

Handbolti

„Skynja hug og hungur í mönnum að bæta fyrir það“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, ætlar ekki að gera neinar stórvægilegar breytingar á sóknarleik Íslands fyrir leikinn við Svartfjallaland á EM í dag. Skammur tími frá jafnteflinu við Serbíu á föstudag bjóði heldur ekki upp á það.

Handbolti

Snorri geri ekkert öðru­vísi en Guð­mundur

Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik.

Handbolti

„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“

„Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi.

Handbolti

Fyrsta stig Fær­eyja á stórmóti í hús

Færeyingar skráðu sig í sögubækurnar í kvöld þegar liðið náði jafntefli gegn Noregi á Evrópumeistarmótinu í handbolta en þetta er fyrsti stigið sem liðið nælir sér í á stórmóti. Boðið var upp á gríðarlega dramtík á lokamínútunum.

Handbolti

Haukar rúlluðu yfir KA/Þór

Haukur halda pressu á toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta en liðið vann stóran sigur á KA/Þór á Akureyri í dag, lokatölur fyrir norðan 19-32.

Handbolti