Handbolti

Gísli Þorgeir valinn verðmætasti leikmaður helgarinnar

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmæsti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta karla en lið hans Magdeburg sigraði keppnina eftir sigur gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti

Gísli Þorgeir beit fast á jaxlinn og Magdeburg vann Meistaradeildina

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar lið hans, Magdeburg, vann Meistaradeild Evrópu í handbolta með 30-28 sigri sínum gegn pólska liðinu Kielce í úrslitaleik keppninnar í Lanxess Arena í Köln í dag. Gísli Þorgeir spilaði lungann úr leiknum þrátt fyrir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburgar og Barcelona í gær. 

Handbolti

Gísli Þorgeir mættur til leiks í úrslitaleiknum

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi Magdeburg, er mættur til leik í úrslitum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa meiðst illa í gær. Talið var að Gísli hefði farið úr axlarlið enn einu sinni og yrði lengi frá.

Handbolti

Gísli Þorgeir fór úr axlarlið

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, fór úr axlarlið þegar lið hans Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta með sigri gegn Barcelona fyrr í Lanxess Arena í Köln í dag. 

Handbolti