Íslenski boltinn

Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum

Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-KR 4-4 | Markaveisla á Skaganum

Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. Gestirnir komust í 0-3 stöðu áður en hálftími var liðinn. Heimamenn minnkuðu forystuna niður í eitt mark fyrir hálfleik og jöfnuðu svo í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið áttu eftir að bæta við sitthvoru markinu í hreint mögnuðum leik.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtal: Víkingur R.-ÍBV 2-2 | Hall­dór Smári bjargaði stigi fyrir meistarana

Íslandsmeistarar Víkings misstigu sig í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta er þeir fengu ÍBV í heimsókn í dag. Halldór Smári Sigurðsson jafnaði metin í blálokin eftir að ÍBV hafði komist 2-0 yfir snemma leiks. Eyjamenn misstu hins vegar markmann sinn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik og náðu Víkingar að nýta sér það, þó ekki nægilega vel til að tryggja sér þrjú stig. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn

Um­fjöllun og við­töl: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði víta­­­spyrnu í upp­­bótar­­tíma

Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í þverslána og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma, varði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. 

Íslenski boltinn

Erfitt að gagn­rýna menn fyrir að klúðra víta­spyrnu

„Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum.

Íslenski boltinn

„Gaman að æsa aðeins og hafa gaman af þessu“

Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu.

Íslenski boltinn

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiða­blik-Víkingur 0-3 | Bikarmeistararnir afgreiddu Blika á tuttugu mínútum

Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sannfærandi 0-3 sigur. Víkingur byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði þrjú mörk á tuttugu mínútum. Heimamenn gerðu hver mistökin á fætur öðru og Víkingur gekk á lagið.Víkingur Reykjavík mætir annað hvort FH eða KA í úrslitum Mjólkurbikarsins. 

Íslenski boltinn

„Ég var rosa barnalegur þá“

Arnar Gunnlaugsson fagnar því að hafa skrifað undir nýjan samning við Víking í dag. Hann segist hvergi annars staðar vilja vera þrátt fyrir að hugurinn leiti út. Það gefist tími fyrir það síðar.

Íslenski boltinn

Keim­lík mörk er Valur og Fram gerðu jafn­tefli

Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.

Íslenski boltinn