Lífið

Þveröfug þróun hvað jólapóstinn varðar í Ásmundarsal

Pósthúsum og bréfasendingum hefur fækkað undanfarin ár en fyrir þessi jól hefur orðið þveröfug þróun í Ásmundarsal. Þar hefur Pósturinn opnað pósthús sem hluta af árlegri jólasýningu salarins. Jólapósthúsið sendir gesti aftur í tímann með leikmynd og ljósum og þaðan er líka hægt að senda jólakort hvert á land sem er. 

Lífið

Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húð­flúr í staðinn fyrir hefð­bundinn giftingar­hring

Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn. 

Lífið

Móðir Cher er látin

Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. 

Lífið

Bubbi vísaði keppanda út: „Ég ætla að skila þér“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var, eins og frægt er, einn af dómurunum þremur í fyrstu þáttaröðum Idol Stjörnuleitar. Bubbi var ekki þekktur fyrir það að fara mjúkum höndum um keppendur. Hann lét þá alltaf vita hvað honum fannst, sama hvort þeir voru góðir, lélegir eða „lala“, eins og hann orðaði það.

Lífið

Fiska­kallinn Guð­mundur á um 250 fiska­búr

Þættirnir Afbrigði eru í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Bam Margera í öndunar­vél

Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt.

Lífið

Steinunn Ása heiðruð með Kær­leiks­kúlunni

Tuttugasta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn. Ár hvert velur Styrktarfélagið handhafa Kærleikskúlunnar, einhvern sem hefur með verkum sínum breytt viðhorfum og bætt líf samborgara sinna og samfélag, vakið athygli á mikilvægum gildum og sjálfsögðum réttindum.

Lífið

Hannaði taubleyju sem fékk nafn sonarins

Eftir að hafa eignast tvö börn og aldrei verið ánægð með bleyjurnar sem framleiddar eru, réðst Arna Ýr Jónsdóttir sjálf í verkefnið og hannar nú sjálf bleyjur sem bæði Krónan og Hagkaup ætla að setja í sölu.

Lífið

Leikkonan Kirstie Alley er látin

Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni.

Lífið

RAX heiðraður á hátíð í Portúgal

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, var heiðraður í lok Exodus Aveiro hátíðarinnar sem haldin var í Aveiro um helgina. Hann var útnefndur persónuleiki ársins (e. personality of the year).

Lífið