Lífið

Ævintýrakríli Elísabetar og Páls flýtti sér í heiminn

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust á dögunum son. Elísabet greinir frá því á Facebook að litli prinsinn hafi komið í heiminn þann 9. febrúar, tveimur vikum fyrir settan dag.

Lífið

Meg­han Mark­le hafði betur gegn the Mail

Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, hafði betur gegn slúðurblaðinu the Mail í hæstarétti á sunnudag en hún höfðaði mál gegn blaðinu eftir að það birti handskrifað bréf sem hertogaynjan sendi föður sínum, sem hún lengi vel var ekki í sambandi við.

Lífið

Æðiprófið vekur mikla athygli á samfélagsmiðlum

Önnur þáttaröð raunveruleikþáttana ÆÐI með samfélagsmiðlastjörnunni Patreki Jamie er nú í sýningu á Stöð 2+. Í þáttunum er fylgst með Patreki í daglegu amstri þar sem lognmollan er fjarri góðu gamni en drama og dívustælar ráða þar ríkjum.

Lífið

Hvert slysið og áfallið á fætur öðru

Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona.

Lífið

„Ýtt út í stríð“ eftir sambandsslitin

„Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn sem sýndi að helmingur skilnaða verður á fyrstu tveimur árunum eftir fæðingu barns og það segir okkur hvað þetta er mikill álagstími,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir.

Lífið

„Ég er ekki köttur“

Nokkuð spaugilegt myndband hefur vakið heimsathygli síðustu klukkustundir en í myndbandinu má sjá hvernig tæknin getur leikið notendurna grátt.

Lífið

Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björg­ólf Thor inn

Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum.

Lífið

Margbrotnaði á hrygg og sneri öllu við

Einar Carl Axelsson er fyrrverandi landsliðsmaður í Taekwondo, sem skipti um takt í lífinu eftir að hafa hryggbrotnað á 5 stöðum í skíðaslysi í frönsku ölpunum. Hann er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar.

Lífið

„Láttu eins unglega og þér líður“

„Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær.

Lífið

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.

Lífið