Lífið

Konur í at­vinnu­lífinu tóku skrefið

Góð stemming var á Sýnileikadegi FKA í vikunni en yfirskriftin á deginum í ár var „Taktu skrefið/take the leap“. Þetta var í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn og fór hann fram í Arion banka að þessu sinni.

Lífið

Eiður Smári í karókí og Árni Oddur á skíðum

Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, er á meðal þeirra sem skellti sér á skíði í Hlíðarfjalli á dögunum. Það þarf ekki að fara í alpana til að eiga draumadaga í brekkunum. Já, frægir eru víða á ferð.

Lífið

Bein út­sending: Stjörnur í góðgerðarstreymi í tólf tíma

Tölvuleikjaspilararnir Rósa Björk og Harpa Rós standa fyrir góðgerðarstreymi í tólf tíma í dag og á morgun, laugardag. Streymið hefst klukkan 14:00 og verður í gangi til 02:00 í nótt. Allur ágóði af streyminu rennur til Píeta samtakanna og er hægt að fylgjast með í beinni á Vísi.

Lífið

Bashar Murad vill í for­seta­fram­boð

Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari.

Lífið

Rit­höfundar nýttu aukadaginn í brúð­kaup

Bragi Páll Sigurðsson og Bergþóra Snæbjörnsdóttir eru hjón. Sannkölluð rithöfundahjón. Þau létu pússa sig saman við persónulega athöfn á heimili sínu í gær, 29. febrúar. Átta ára dóttir þeirra stýrði athöfninni.

Lífið

Öðru júrólagi Ísraels hafi einnig verið hafnað

Annarri tillögu Ísraels að lagi í Eurovision söngvakeppninni hefur verið hafnað. Lagið ber heitið Dancing Forever og lenti í öðru sæti í forvali á eftir laginu October Rain sem Ísrael hugðist áður tefla fram í Eurovision.

Lífið

Hairy Bikers-stjarna látin

Breski sjónvarpsmaðurinn Dave Myers, sem þekktastur er fyrir að vera annar hluti tvíeykisins Loðnu bifhjólamennirnir, eða Hairy Bikers, er látinn. Hann lést af völdum krabbameins, 66 ára gamall.

Lífið

„Mín saga á að vera sú eina“

Hin rúmlega tvítuga Alice Viktoria Kent segist enn fá kvíðaköst og liggja andvaka á næturnar vegna þess viðmóts sem mætti henni í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hún leitaði aðstoðar með mikla kviðverki þegar hún var sautján ára gömul. Það mæti henni enn í kerfinu.

Lífið

Hefði verið skelfi­legt að byrja ævina á skjalafalsi

Hlaupár er á fjögurra ára fresti líkt og flestum er kunnugt. Í ár bættist auka dagur við almanakið, 29. febrúar. Mest fæddust þrjátíu börn á Íslandi á hlaupársdaginn árið 1980, tuttugu og sjö börn árið 1988 en aðeins sjö börn þennan dag árið 2020.

Lífið

Richard Lewis er látinn

Leikarinn og grínistinn Richard Lewis, sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir leik sinn í þáttunum Curb Your Enthusiasm, er látinn. Hann var 76 ára gamall og er sagður hafa látist á heimili sínu í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hann fékk hjartaáfall.

Lífið

Baltasar og Sunn­eva Ása eiga von á barni

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á sínu fyrsta barni saman í byrjun ágúst. Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir.

Lífið

Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð

„Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir.

Lífið

Disney-söngleikur settur upp á Hvols­velli

Það stendur mikið til á Hvolsvelli því þar eru fullorðnir söngnemendur Tónlistarskóla Rangæinga að setja upp söngleik með Disney lögum úr ýmsum teiknimyndum með ævintýrasögum í kringum lögin.

Lífið

Reyndust vera með 26 greiðsludreifingar

Fjallað er um fjárhag hjónanna Nathaliu B. Tómasdóttur, kynningarfulltrúa, og Stefáns Þorvarðarsonar, gagnaverkfræðings, í þáttunum Viltu finna milljón en í fyrsta þættinum í síðustu viku kom í ljós að samanlagt eru hjónin með 1.028.405 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði.

Lífið

„Er þetta síðasta af­mælið mitt með þeim?“

„Ég er í stelpuferð með vinkonum mínum í Edinborg. Fyrsta morguninn finn ég einhverja perlu í brjóstinu á mér. Ég tek mig til, fer í morgunmat með stelpunum og þar er vinkona mín sem er hjúkrunarfræðingur. Ég fæ hana til að fara með mér inn á klósett og skoða þetta. Hún nær að róa mig niður og sannfærir mig um að kíkja á þetta þegar ég kem heim,“ segir Linda Sæberg sem á ungan son og unglingsstúlku.

Lífið