Lífið

„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“

Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands.

Lífið

Hrútaskráin lesin í eld­húsinu, rúminu og á salerninu

Bændur landsins, ekki síst sauðfjárbændur brosa breitt þessa dagana því uppáhalds ritið þeirra, Hrútaskráin er komin út en þar er yfirlit yfir bestu hrúta landsins, sem verða á sauðfjársæðingarstöðvum nú þegar fengitíminn fer að byrja. Hrúturinn Hreinn verður eflaust vinsælastur en hann er fyrsti arfhreini hrúturinn gegn riðu á sæðingarstöð.

Lífið

Tiffany Haddish hand­tekin

Leikkonan og uppistandarinn Tiffany Haddish var handtekin í vikunni í Los Angeles í Bandaríkjunum, grunuð um ölvunarakstur. Hún var handtekin grunuð um sama brot á síðasta ári. 

Lífið

Myndaðasta fólk ársins

Sumt fólk getur ekki stigið út yfir eigin dyr án þess að vera elt af ljósmyndurum. Það á við leikara, stjórnmálamenn, íþróttamenn og marga aðra.

Lífið

Ungmennaþing á Hvols­velli – hlustað á börn og ung­linga

Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara.

Lífið

Fundu bróður sinn fyrir hreina til­viljun eftir ára­tuga leit

Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum.

Lífið

Tónlistarveisla til heiðurs Agli Ólafs­syni

Fjölmennt var á tónleikum til heiðurs Agli Ólafs­syni í menn­ing­ar­hús­inu Hofi á Ak­ur­eyri liðna helgi. Þar var farið yfir glæstan tónlistarferil Egils með sérstakri áherslu á Þursaflokksárin.

Lífið

Skot­held streituráð Röggu nagla

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 

Lífið

Hver vill ekki eiga eitt kósí­kvöld í desem­ber?

„Ég myndi segja að þetta sé akkúrat lagið sem kemur þér í jólaskap og jafnvel út á dansgólfið,” segir Gunnar Ingi Guðmundsson lagahöfundur. Lagið Kósíkvöld í des kom nýverið á streymisveitur en þau Rakel Pálsdóttir og Kjalar Martini Kollmar sjá um flutninginn.

Lífið

Jamie Foxx neitar sök

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx neitar því að hafa kynferðislega áreitt konu í New York fyrir átta árum. Konan hefur höfðað mál á hendur Foxx.

Lífið

Hönnunarhjón ást­fangin í tuttugu ár

Hönnunarhjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson fögnuðu tuttugu ára sambandsafmæli þeirra í gær í góðra vina hópi. Hjónin reka bæði hönnunarstofuna HAF Studio og Haf Store.

Lífið

Auður kynnir kærustuna og styrkir Palestínu með nýju lagi

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, gaf út lagið Í hjartanu yfir hafið í dag og rennur allur ágóði af streymi lagsins til góðgerðarmála í Gasa. Helmingur ágóðans fer til félagsins Ísland Palestína og hinn til Lækna án landamæra.

Lífið

Birnir og Vaka eignuðust stúlku

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eignuðust frumburð sinn 2. nóvember síðastliðinn. Vaka deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. 

Lífið

Eva Lauf­ey og Haddi eiga von á þriðja barninu

Hjónin Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son eiga von á þriðja barni sínu. Fyrir eiga þau tvær dætur. Eva Laufey deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram.

Lífið

Garðar Gunn­laugs og Fann­ey eignuðust dreng

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eignuðust dreng í vikunni. Parið birti deildi gleðifregnunum sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið

Neista­flug í Fram­sóknar­flokknum

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann H. Sigurðsson, skristofustjóri Framsóknar, eru að stinga saman nefjum. Það fór ekki fram hjá Framsóknarfólki sem sótti miðstjórnarfund flokksins í Vík í Mýrdal um helgina.

Lífið

Myndaveisla: Stjörnum prýtt opnunarteiti Verona

Húsfyllir var í opnunarteiti verslunarinnar Verona í gær þar sem gestum gafst tækifæri á að leggjast í rúmin og hvíla sig á milli samtala. Meðal gesta voru Ragnhildur Gísladóttir, Birkir Kristinsson, Eva María Jónsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Birgitta Haukdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Edda Hermannsdóttir og fleiri góðir gestir.

Lífið