Lífið

Gefur út nýja tón­list í fyrsta sinn í sex ár

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake frumflutti á dögunum nýtt lag og stefnir í að gefa út fyrstu nýju plötuna í sex ár. Lagið heitir Selfish og flutti hann það á tónleikum í Memphis í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið.

Tónlist

„Sæll. Er ég að fara að deyja?“

Viðvörunarbjöllur höfðu hringt hjá Laufeyju Karítas Einarsdóttur, margfaldri móður, í töluverðan tíma. Hún hafði sett fjölskyldu, börn og vinnu í fyrsta sætið en gleymt sjálfri sér.

Lífið

The Iron Claw: Endurtekningarsöm bræðra­bylta

Titill The Iron Claw vísar í auðkennisbragð fjölbragðaglímukappans Fritz Von Erich, sem var mikill sigurvegari í þeirri „íþrótt“ um miðja síðustu öld. Kvikmyndin fjallar að mestu leyti um syni hans fjóra sem fetuðu í fótspor hans og voru áberandi í glímheiminum á 9. og 10. áratugnum og alla þá harmleiki sem á þeim dundu.

Gagnrýni

Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmí­bátum

Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu.

Lífið

Seldist upp á nokkrum mínútum

Miðasala fyrir úrslitakvöld Idol í næstu viku opnaði eftir þáttinn í föstudagskvöld, eða um klukkan 21. Samkvæmt Tix.is seldist upp á nokkrum mínútum en um 450 miðar voru í boði.

Lífið

Klæðir sig til að líða vel en ekki til að sýna sig

Kírópraktorinn og tískuunnandinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, elskar hvernig tísku, hönnun og list tekst að vekja bæði athygli og tilfinningar. Hann elskar að að klæða sig upp og tjá sig með sínum persónulega stíl en Gummi Kíró er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Giftu sig á Hlévangi svo faðir brúðarinnar gæti verið með

Kara Tryggvadóttir og Eysteinn Sindri Elvarsson höfðu lengi ætlað að láta pússa sig saman. Þegar þau tíðindi bárust að brugðið gæti til beggja vona hjá föður Köru biðu þau ekki boðanna. Blásið var til brúðkaups á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ svo faðir brúðarinnar gæti fylgt litlu stelpunni sinni upp að altarinu.

Lífið

„Er klár­lega með breiðara bak í dag“

„Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir.

Lífið

Það verður gott að sakna Auðar Haralds og muna hana

Í dag kvöddu ættingjar og vinir Auði Haralds í einstaklega fallegri athöfn í Hallgrímskirkju. Tónlistin í höndum karlakórsins Voces Masculorum með frábærum einsöng Þorsteins Freys Sigurðssonar við píanóundirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Karl V. Matthíasson þjónaði fyrir altari og gerði það fallega og einlæglega og lýsti Auði vel og af virðingu í minningarorðum.

Lífið

„Mætti halda að það væri bón­orð í brekkunni“

Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og Þorvar Bjarmi Harðarsyni handboltaþjálfari, hafa notið fríska loftsins og skíðað um austurísku alpana undanfarna daga. Ástin virðist blómstra miðað við myndbirtingar á samfélagsmiðlum.

Lífið

„Þetta var bara brjálað!“

Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2.

Lífið samstarf

Myndaveisla: Dagur B fékk við­stadda til að sperra upp eyrun

Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins.

Lífið

„Það er svo mikil pressa í nú­tíma sam­fé­lagi“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna.

Lífið

Indiana Jones kýlir aftur nas­ista í nýjum leik

Forsvarsmenn Microsoft og leikjafyrirtækja félagsins kynntu í gær þá leiki sem væntanlegir eru á árinu. Meðal annars var sýnd stikla úr nýjum leik um fornleifafræðinginn Indiana Jones og kafað var dýpra í aðra væntanlega leiki.

Leikjavísir

Sjóð­heit föstu­dags förðunartrend

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg fylgist grannt með nýjum tískubylgjum innan förðunarheimsins og passar upp á að vera með puttann á púlsinum. Blaðamaður heyrði í honum og fékk hann til að deila nokkrum heitum og vinsælum förðunartrendum með lesendum Lífsins.

Lífið

„Hvaða sögu viltu fá?“

Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir gaf út lagið Hvaða sögu viltu fá? á miðnætti sem er fyrsta smáskífa hennar af væntanlegri stuttskífu plötu. Frumflutningur lagsins verður í beinni útsendingu í Idol á Stöð 2 í kvöld. 

Lífið

Katrín fékk gervipíku að gjöf

Þrír ráðherrar af ellefu ráðherrum hafa birt lista á vef stjórnarráðsins yfir þær gjafir sem þeir fengu í embætti árið 2023. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Lífið