Skoðun

Ný byggð og flugvöllurinn

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti.

Skoðun

Bíræfnir bensíntittir

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu.

Skoðun

Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba

Sigurjón Þórðarson skrifar

Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári.

Skoðun

Úbbs! Já, hvar er hún aftur?

Hjörtur Hjartarson skrifar

Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands.

Skoðun

Skaða­minnkun bjargar lífum

Halldóra Mogensen skrifar

Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim.

Skoðun

Þung­lyndi eða geð­hvörf?

Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Þar höfum við verið með vakningu tengt allskonar, þá sérstaklega (ósýnilegri) líðan - bæði líkamlegri og andlegri.

Skoðun

Hulunni svipt af Rúss­landi

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Undanfarið hálft annað ár hefur umræðuhefðin um Rússland tekið nokkrum breytingum. Í rúma þrjá áratugi hafði lítið borið á gagnrýni vestrænna stjórnmálamanna á Rússland. Sömuleiðis hafði dregið úr viðleitni fræðimanna til að fjalla um Sovétríkin og Rússland á gagnrýninn hátt.

Skoðun

Sorpa og Kópa­vogur – klúður og á­byrgðar­leysi

Tryggvi Felixson skrifar

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“

Skoðun

Við búum í góðu samfélagi

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Árið 2020 var samþykkt tillaga í ríkisstjórn Íslands um notkun svokallaðra velsældarvísa. Velsældarvísar eru mælingar sem gefa yfirsýn yfir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og eru mikilvægir til að tryggja að árangur sé mældur út frá velsæld samfélaga en ekki eingöngu á efnahagslegum forsendum. Mælingar sýna að Ísland stendur sig mjög vel og hér er gott að búa.

Skoðun

Síðasti bóndinn í dalnum?

Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar.

Skoðun

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar

Renata S. Blöndal skrifar

Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018.

Skoðun

Ég er óábyrgur!

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka.

Skoðun

Af­komu­við­vörun!!!!

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera?

Skoðun

Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar

Kristrún Frostadóttir skrifar

Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni.

Skoðun

Að­gerðir sem bitna á lág­launa­fólki

Lenya Rún Taha Karim skrifar

Í kjölfar kynningu fasteignamats fyrir árið 2024 fannst mér tilvalið að skrifa nokkur orð um áfallið sem fasteignamarkaðurinn á Íslandi er. Til að draga stuttlega saman niðurstöður fasteignamatsins fyrir árið 2024, þá er um að ræða 11,7% hækkun frá fasteignamati fyrir 2023 og fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 13,7% á milli ára, sem er gott og blessað enda um minni hækkun að ræða en í fyrra.

Skoðun

Kaleo: Ekki spila í Ísrael

Hópur stuðningsfólks frjálsrar Palestínu og aðgerðasinna BDS á Íslandi skrifar

Í ár eru 75 ár síðan hundruðir þúsunda íbúa Palestínu voru hraktir frá heimalandi sínu, heimili þeirra jöfnuð við jörðu og landi þeirra stolið í þeim tilgangi að stofna Ísraelsríki. Síðan þá hafa ísraelsk stjórnvöld hernumið stærstan hluta Palestínuríkis, hrakið milljónir á flótta, skipulega myrt fólk og börn.

Skoðun

Hæg raf­væðing hækkar olíu­verð

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Því miður notar heimsbyggðin, og við Íslendingar þar á meðal, ennþá allt of mikið af olíu. Olíuverð skiptir þjóðir því miklu máli enda nota allar þjóðir olíu en aðeins örfáar þjóðir framleiða olíu. En hvernig munu orkuskiptin hafa áhrif á olíuverðið á heimsvísu og á Íslandi?

Skoðun

Bætum líf kvenna og stúlkna í Sí­erra Leóne

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa

Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið.

Skoðun

Betri stjórn­endur með betri sam­skiptum

Guðni Hannes Estherarson skrifar

Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa.

Skoðun

Tann­lækningar í Buda­pest — var­úð!

Einar Steingrímsson skrifar

Margir Íslendingar hafa leitað sér tannlækninga erlendis, enda oft miklu ódýrara en á Íslandi. Ég gerði það hjá Íslensku klíníkinni í Budapest (ÍK), og tel ástæðu til að segja frá reynslu minni af því, í þeirri von að forða öðrum frá þeim mistökum sem ég tel mig (og klíníkina) hafa gert. Hér í lokin set ég nokkrar ráðleggingar sem hefði komið sjálfum mér vel að hugleiða áður en ég fór í þessar aðgerðir.

Skoðun

Þarf ég að ganga heim?

Máni Þór Magnason skrifar

Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu.

Skoðun

Verjum grænu svæðin fyrir á­gangi meiri­hlutans í Reykja­vík

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar.

Skoðun

Ein­stak­lingur eða Ein­stak­lingur hf – Of­sköttun launa­manna

Haukur V. Alfreðsson skrifar

Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur mismunandi.

Skoðun

Refsivöndurinn hefur engu skilað

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Engum dyljast ömurlegar afleiðingar neyslu löglegra og ólöglegra vímuefna fyrir fólk og fjölskyldur. Flest okkar hafa kynnst fíknivanda nálægt sér og jafnvel glímt við slíkan vanda sjálf.

Skoðun

Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða

Marín Þórsdóttir skrifar

Það var stórkostlegt að verða vitni að því þegar Harpa fylltist upp í rjáfur á neyðartónleikum Ellenar Kristjánsdóttur í Hörpu síðastliðinn mánudag. Setið var í hverju einasta sæti og það var áþreifanlegt hve mikil manngæska ríkti í salnum. Fólk var saman komið til að vekja þjóðina og ráðmenn af værum svefni, á landinu ríkir ópíóíðafaraldur og fólk lætur lífið. Aðgerða er þörf!

Skoðun

Sonur minn er þörunga­sér­fræðingur

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

„Alright,” sagði strákurinn minn um daginn. Hann er tveggja ára og er að læra að tala. Ég sem hef alltaf lagt mig fram um að kenna honum íslenskt mál, les fyrir hann íslenskar bækur og hvet hann til þess að umgangast afa sinn sem er magister í bókmenntafræði. En hann er lítill svampur, sjálfstæður þátttakandi í samfélaginu og hann lærir frá fleirum en mér. Sem betur fer.

Skoðun