Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2024 20:15 Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Kristrún Mjöll Frostadóttir birtist nýverið í myndbandi á samfélagsmiðlum vopnuð sleggju og sagðist ætla að „negla niður“ vextina. Staðan er aftur á móti þannig að vextir nú teknir að lækka og verðbólga í frjálsu falli. Með ábyrgri efnahagsstefnu sem birtist í þessum góða árangri sparar Sjálfstæðisflokkurinn henni ómakið og því er engin þörf á Kristrúnu og hennar sleggju. Lækkandi vextir ekki sjálfgefnir Lækkandi vextir og minni verðbólga eru kærkomin tíðindi fyrir heimilin í landinu. Eftir krefjandi tíma í efnahagsmálunum sökum þekktra utanaðkomandi aðstæðna og alþjóðlegrar verðbólgu er loks tekið að birta til. Nú þegar frekari vaxtalækkun er í sjónmáli á áherslan að vera á að létta enn frekar undir með heimilunum með markvissum skattalækkunum. Við eigum ekki að skipta háum vöxtum út fyrir háa skatta; við eigum að einbeita okkur að því að auka fjárhagslegt frelsi og öryggi fjölskyldna. Það er ekki sjálfsagt að lækkun vaxta þýði sjálfkrafa betri kjör fyrir heimilin. Ef stjórnvöld velja að svara vaxtalækkunum með aukinni skattheimtu eða útþenslu hins opinbera tapa heimilin þeim ávinningi sem vaxtalækkun getur veitt. Þess vegna skiptir máli að stefna okkar sé skýr: Vaxtalækkun og skattalækkun eiga að fara hönd í hönd, þannig að heimilin fái meira svigrúm til að vaxa og dafna. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að minnka báknið og lækka skatta, og leggur áherslu á að heimilin njóti góðs af betri efnahagslegum skilyrðum. Flokkurinn lítur ekki á skattahækkanir sem leið til að „stoppa í gatið“ þegar fjármál heimilanna fara batnandi. Þvert á móti vill flokkurinn tryggja að heimilin fái að halda eftir þeim fjármunum sem þau hafa unnið sér inn. Heimili landsins eiga rétt á að njóta þess svigrúms sem vaxtalækkanir skapa til að bæta eigin fjárhag og lífsgæði. Árangurinn af lækkandi vöxtum þarf að skila sér til fólksins í landinu, í stað þess að verða tættur upp í formi nýrra skatta eða aukinnar opinberrar eyðslu. Hvað veljum við? Valið á kjördag er einfalt: Viljum við leyfa heimilunum að njóta ávinningsins af vaxtalækkunum, eða viljum við sjá skattahækkanir tæta niður þetta svigrúm? Saga hávaxtatímabilsins kennir okkur að það er alltaf hagur heimilanna að hafa meira fé milli handanna. Því er galið að íhuga skattahækkanir einmitt nú, þegar heimilin eiga kost á að rétta úr kútnum eftir erfitt tímabil. Vaxtalækkanir og skattalækkanir mynda þannig sterkt tvíeyki fyrir framtíð íslenskra heimila. Þær tryggja að ávinningurinn af betri efnahagslegri stöðu renni til þeirra sem þurfa mest á honum að halda: fjölskyldna landsins. Þetta er sú framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn talar fyrir, og þetta er sú framtíð sem tryggir okkur öllum betri kjör og meiri von. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun