Skoðun

Ég á þig, ég má þig!

Jenný K. Valberg skrifar

Flest höfum við einhverjar hugmyndir um hvað kynferðislegt ofbeldi er. Við lesum lýsingar kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustöðum, skemmtistöðum og í heimapartýjum svo eitthvað sé nefnt.

Skoðun

Er eitt­hvað til í frí­skápnum?

Inga Þyrí Kjartansdóttir skrifar

Við Bergþórugötu 20 er að finna heldur meinlausan ísskáp, hann lætur ekki mikið fyrir sér fara, bara stendur þarna í rólegheitunum. Hann, líkt og Clark Kent áður en hann tekur niður gleraugun, á sér leyndarmál. Hann er nefnilega enginn venjulegur ísskápur!

Skoðun

Kröftug upp­bygging á Ás­brú

Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar

Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ.

Skoðun

Enn ein hindrun skarða­barna og for­eldra

Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Börn sem fæðast með skarð í vör, tanngarði og/eða gómi eiga að njóta sömu réttinda hvernig sem þeirra galli birtist í fæðingu. Við foreldrar eða börnin okkar búum ekki til þessi vandamál, við fáum þessi verkefni í hendurnar við fæðingu barnanna okkar.

Skoðun

Það er ekki gott að búa í Kópa­vogi – fyrir aldraða

Kristín Sævarsdóttir skrifar

Í árslok 2020 voru íbúar í Kópavogi eldri en 67 ára 5.166 og fjölgar þeim hlutfallslega á hverju ári. Hlutfall aldraðra er 13,5% af heildarfjölda bæjarbúa. Samt er varla minnst á aldrað fólk í stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, nema að þeir eigi að fá að velja hvort þeir vilji búa lengur heima og að það þurfi að samþætta þjónustu til þeirra.

Skoðun

Fjár­festum í fram­tíðinni

Íris Andrésdóttir skrifar

Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu.

Skoðun

Raf­bíla­hleðsla í fjöl­býlis­húsum – hvar erum við stödd?

Daníel Árnason skrifar

Ákvörðun stjórnvalda um að rafbílavæða Ísland og banna innflutning fólksbifreiða sem ekki nýta rafmagn eftir árið 2030 var metnaðarfull og nauðsynleg. Lög um fjöleignarhús voru í framhaldinu uppfærð þannig að húsfélög þurfa að bregðast við óskum einstakra íbúðareigenda sem vilja hlaða rafbíl við heimili sitt í fjölbýlishúsi.

Skoðun

Frelsis­hús­næði, ekki frelsis­borgarar

Trausti Magnússon skrifar

„Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.“ Það man sérhvert mannsbarn eftir þessu gullkorni helsta hugmyndafræðings flokksins í byrjun aldar. Þarna lýsti hann flokknum rétt, enda kemur þessi lína til með að lifa næstu kynslóðir. Það sést skýrt í kosningabaráttunni þar sem áhersla er lögð á svokallaða „frelsisborgara“.

Skoðun

Ríkis­stjórnin ræður ekki við verð­bólguna

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði.

Skoðun

Far­sæll leið­togi í fram­boði

Guðni Ársæll Indriðason skrifar

Leiðtogi Miðflokksins í Reykjavík er drengur góður að nafni Ómar Már Jónsson. Kemur að vestan eins og margt annað gott fólk.

Skoðun

Eldri í­búar, eldri Ár-borgarar!

Helga Lind Pálsdóttir skrifar

Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára.

Skoðun

Nýting auð­linda í erfiðu ár­ferði

Kolbrún Birna Bjarnadóttir,Jónas Hlynur Hallgrímsson og Magnús Sigurðsson skrifa

Landsvirkjun þurfti að grípa til takmarkana í afhendingu á rafmagni í desember sl., vegnalélegs vatnafars. Til að byrja með var tilkynnt um skerðingu á afhendingu raforku til fiskmjölsverksmiðja og í janúar var tilkynnt um skerðingu til stórnotenda og fjarvarmaveitna.

Skoðun

Saga af stúlku

Katrín Birna Viðarsdóttir skrifar

Mig langar að segja ykkur smá sögu.Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu.

Skoðun

Undar­legt lýð­ræði í Kennara­fé­lagi Reykja­víkur

Birna Gunnlaugsdóttir skrifar

Í formannskosningum í Kennarafélagi Reykjavíkur, sem haldnar voru 29. apríl s.l. varð ég vitni að stórfelldri vanvirðingu á lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta byrjaði kvöldið áður en framboðsfrestur rann út eða 29. mars.

Skoðun

Há­skóla­sam­fé­lagið í Vatns­mýrinni

Isabel Alejandra Díaz skrifar

Afléttingar boðuðu nýtt tímabil fyrir okkur öll en var líka ákveðinn sigur unga fólksins. Lítil sem engin félagsleg tengsl yfir tvö ár hafa verið stúdentum erfið viðureignar, einkum fyrir þau sem ekki hafa upplifað faraldurslausa háskólagöngu.

Skoðun

Íþróttaskotfimi og veiði, skaðleg eða ekki?

Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar

Íþróttaskotfimi er elsta íþróttagrein landsins og skotveiðar hafa verið stundaðar frá því fyrst skotvopnin komu til landsins, en því er svona mikil andstaða við skotíþróttina og skotveiðar?

Skoðun

Heilsu­gæsla og heil­brigðis­þjónusta í fyrir­rúmi

Sævar Gíslason skrifar

Heilsugæsla hér í bæ er löngu sprungin en eins og staðan er núna þá geta verið margar vikur í bið á einu heilsugæslu bæjarins eftir heimilislækni og þjónustu sem er með öllu ólíðandi. Margt fólk er því nauðbeygt að leita í önnur sveitarfélög eftir slíkri þjónustu meðal annars ég og mín fjölskylda.

Skoðun

Ung­barna­styrkur brúar bilið

Eggert Sigurbergsson skrifar

Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi.

Skoðun

Gleði­lega Álfa­há­tíð

Hilmar Kristensson skrifar

Kæru samherjar og vinir. Í vikunni verður Álfasala SÁÁ í 34. skiptið, en frá upphafi hefur Álfasalan verið eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefnið á vegum SÁÁ. Ég vil hvetja alla landsmenn til að kaupa Álfinn og styðja og styrkja þannig það mikilvæga starf sem fram fer á vegum SÁÁ.

Skoðun

Leik­skóla­börn á færi­bandinu

Rannveig Ernudóttir skrifar

Úr barnastefnu Pírata: „Mikilvægt er að nám sé markvisst, faglegt og fjölbreytt, og veiti undirbúning í að meta upplýsingar, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á sjálfum sér.“

Skoðun

Geð­heilsa á ekki að vera for­réttindi

Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar

Helsta dánarorsök einstaklinga á aldrinum 15-29 ára á Íslandi eru sjálfsvíg og að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári. Birtingarmyndir geðsjúkdóma eru þó margvíslegar og má því þrefalda tölu andláta af völdum geðsjúkdóma í heild, því sjálfsvíg eru aðeins brot af birtingarmynd geðræns vanda.

Skoðun

Tæki­færi sveitar­fé­laga í um­hverfis­málum

Emilía Björt Írísardóttir Bachmann skrifar

Þegar kemur að málefnum umhverfisins er ákalli til aðgerða sjaldan beint að sveitarfélögunum okkar. Það er þó mikill misskilningur að sveitarfélög eigi engin verkfæri til að hafa áhrif. Umræðan einangrast oft við samgöngur og sorp, en við þurfum að snúa athyglinni líka að vistkerfunum, ekki seinna en núna.

Skoðun

Að efla aldurs­vænt sam­fé­lag

Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar

Hvernig er viðhorf þitt gagnvart öldruðum? Hefur þú leitt hugann að því? Hefur þú tekið eftir aldursfordómum í þínu nærumhverfi? Ertu að hugsa um að hætta við að lesa þessa grein af því þú ert ekki aldraður?

Skoðun

Misrétti og menntun

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Um útbreitt misrétti í samfélaginu okkar þarf ekki að tíunda. Afhjúparnir á kvenfyrirlitningu, rasimsa, fordómum gegn hinseginleika og fötlun eru daglegt brauð og duldari mismunun á grundvelli stéttar, aldurs, trúarbragða algeng og þar með eru þeir þættir sem mismuna fólki ekki upptaldir.

Skoðun

Jafnrétti – bara hálfa leið?

Anna Kristín Jensdóttir skrifar

Skóli án aðgreiningar, samfélag fyrir alla, aðgengi fyrir alla og fleiri stefnur í átt að jafnrétti hafa komið fram á undanförnum árum. Það er af hinu góða en lengi má gott bæta.

Skoðun