Að rækta garðinn sinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 8. maí 2024 08:31 Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Innflytjendamál Íslensk tunga Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór. Það græða því öll samfélög á því að fólk frá öðrum stöðum vilji setjast þar að, festa rætur og byggja sér líf. En það er mikilvægt að hlú að gróðrinum og ekki síst græðlingum sem þurfa alúð til að vaxa. Fjöldi barna á grunnskólaaldri með erlendan/innflytjenda bakgrunn hefur tífaldast á síðastliðnum tuttugu árum og í dag telja þau um 15-20% allra barna sem stunda hér nám. Þessi börn standa verr að vígi í skólakerfinu en önnur og við eigum enn langt í land með að styðja nemendur af fyrstu og annarri kynslóð innflytjenda nægilega í námi. Rannsóknir hér á landi hafa ítrekað leitt í ljós að íslenskufærni þessara barna er ekki á pari við jafnaldra með íslensku sem móðurmál, og þessi munur hefur tilhneigingu til að vaxa með hverju ári grunnskólans í stað þess að minnka – sem segir okkur að skólakerfið er ekki að grípa þessi börn. Brotfall þessa hóps er líka hlutfallslega mest í framhaldsskólum. Og þar er íslenskukunnáttan stór áhrifavaldur. Í þeim íslenskuverum sem starfrækt eru í grunnskólum Reykjavíkurborgar er einungis unnið með nemendur frá 5.bekk og uppúr. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa ekki síður að fá sérstaka kennslu í íslensku og þá má ekki gleyma leikskólastiginu sem er kannski mikilvægasta skólastigið þegar kemur að inngildingu og íslenskukennslu.. En ekki er síður mikilvægt að huga að innviðum skólakerfisins. Kennarar segjast vera að sligast undan álaginu sem fylgir fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir.Í umhverfi þar sem sífellt fleiri nemendur hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er nauðsynlegt aðhuga að auknum stuðningi við skóla til þess að skapa uppbyggilegt námsumhverfi fyrir öll. En gott námsumhverfi ræðst ekki aðeins af námsefni, kennurum og áherslum í skólastarfi. Samkvæmt rannsóknum líður nemendum með erlendan bakgrunn á Íslandi ekki eins vel í skólanum og öðrum nemendum. Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar í síðustu viku sagði ungt fólk meðal annars frá reynslu sinni af því að vera öðruvísi í íslensku samfélagi. Innan skólakerfisins upplifa mörg kynþáttafordóma, allt frá öráreiti að beinskeyttri andúð. Á málstofunni kom fram mikilvægi þess að bæta fræðslu, fjölga fyrirmyndum og ekki síst að viðurkenna og horfast í augu við að fordómar vegna húðlitar og uppruna, öðru nafni rasismi, á sér stað á íslandi. Heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum felur í sér jákvæð skref til þess að bregðast við ákallinu um aukinn stuðning við íslenskufærni á öllum skólastigum, en til stendur að setja aukið fjármagn í kennslu í íslensku sem annars máls í grunnskólum, auka stuðning við móttöku og málörvun á leikskólastigi og fjölga íslenskubrautum í framhaldsskólum, ásamt því að auka samfélagsfræðslu á þeim vettvangi. Þar er ennfremur lögð sérstök áhersla á að stuðla að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Það er nauðsynlegt að auka fræðslu um fjölbreytileikann á öllum stigum skólakerfisins, frá leikskóla og upp úr. Það þarf að auka sýnileika allra Íslendinga, svo að börn af erlendum uppruna eigi sér fyrirmyndir í samfélaginu sem endurspegla þau. Við þurfum svo að vera með augun opin fyrir því að í sumum tilvikum er Ísland einfaldlega ekki sú jafnréttisparadís sem við óskum, og bregðast við og vernda þau sem verða fyrir fordómum, ekki síst rasisma. Það er mikilvægt að öll nái að blómstra á sínum forsendum því þannig byggjum við upp betra samfélag með fjölbreyttari tækifærum sem gagnast öllum. Þannig ræktum við garð. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar