Skoðun

Sömu laun fyrir sömu vinnu?

Daníel Örn Arnarsson skrifar

Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð.

Skoðun

Opnum lúguna

Alda Lóa skrifar

Jafnlaunastefnan, sem yfirstéttin hrósar sér af á jafnréttishátíðum út um heim, ómar af hræsni meðan algjörlega óheimsfrægar mæður í láglaunastörfum á hundavaði leigumarkaðsins eru svefnlausar yfir fimleika- og ballettdraumum dætra sinna.

Skoðun

Bið, end(ó­metríósu)alaus bið

Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt?

Skoðun

Búsetuúrræði eldri íbúa og Framkvæmdasjóður aldraðra

Guðbrandur Einarsson skrifar

Það er alvarleg staða uppi þegar ekki er hægt að útskrifa eldra fólk af sjúkrahúsum vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Til að leysa þennan vanda þarf að huga að búsetuúrræðum eldri íbúa, leysa fjárhagsvanda hjúkrunarheimila og greina þann grunnvanda sem biðlistar í kerfinu eru.Þennan málaflokk þarf að taka föstum tökum. Eldra fólki fer hratt fjölgandi og nauðsynlegt að nálgast málaflokkinn frá mörgum hliðum, enda er ekki hér um einsleitan hóp að ræða.

Skoðun

Fimm for­gangs­mál í far­aldrinum

Logi Einarsson skrifar

Sú fjölgun smita sem orðið hefur síðustu daga er högg fyrir þjóðina sem hefur loksins notið ferðalaga og langþráðra samvista við vini og fjölskyldu í sumar og hlakkað til betra lífs eftir að hafa lagt mikið á sig og sýnt gríðarlegan samtakamátt og styrk.

Skoðun

Barnið sem ör­orku­bætur munu bjarga

Alma Björk Ástþórssdóttir skrifar

Fyrir nokkru hafði móðir samband við mig því drengurinn hennar dansar við landamæri Sumarlandsins og samfélagið horfir á. Á hinu barnvæna Íslandi, þessu frábæra norræna velferðarsamfélagi virðist ekki vera hægt að gera neitt til þess að koma honum til hjálpar.

Skoðun

Brauð með hnetu­smjöri hættu­legra en bólu­efni gegn co­vid

Kári Gautason skrifar

Eftir að hafa fengið mánuð í sumarfrí frá sóttvarnarráðstöfunum er búið að setja á samkomutakmarkanir á nýjan leik. Eðlilega velta margir fyrir sér hvað eigi að gera nú – fyrst að bólusetningarnar virðast á þessum tímapunkti ekki duga til þess að vinna bug á pestinni fyrir fullt og allt.

Skoðun

Góðir landsmenn, ég er femínisti!

Bjarki Eiríksson skrifar

Í mörg ár ráfaði ég um í gegn um lífið haldandi því fram að ég væri jafnréttissinni en alls ekki femínisti. Svokallaðir „öfgafemínistar” fóru óheyrilega í taugarnar á mér og ég var alltaf tilbúinn í rifrildið við femínista um á hvaða ömurlegu villuráfandi, karlmannahatandi vegferð þær væru á. Já ég sagði ÞÆR því auðvitað gæti ekki einn einasti karlmaður með sjálfsvirðingu talið sig vera femínista.

Skoðun

Heilbrigðiskerfið á hættustigi

Erna Bjarnadóttir skrifar

Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig.

Skoðun

Eigum við að fyrir­gefa við­mælendum Sölva Tryggva?

Þórarinn Hjartarson skrifar

Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara.

Skoðun

1. júlí reyndist 1. apríl

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ríkisstjórnin lét þjóðina hlaupa apríl þegar hún hélt hátíð í Hörpu og hrósaði sigri yfir veirunni. Í góðri trú hélt fólk út á göturnar og fagnaði í fölskvalausri og grímulausri gleði.

Skoðun

Þarf fleiri miðaldra karlmenn á Alþingi?

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Hvað fær miðaldra karlmann til þess að bjóða sig fram til Alþingis? Erum við ekki nú þegar nógu margir í efstu lögum samfélagsins?Ástæðurnar fyrir framboðum miðaldra karla eru að líkindum mismunandi enda erum við blessunarlega fjölbreyttur hópur, þrátt fyrir fábreytt kynferði og aldursbil. Eftir að hafa starfað um áratuga skeið um allan heim, með fjölmörgu fjölbreyttu fólki við krefjandi aðstæður, langar þennan miðaldra karl einfaldlega að láta gott af sér leiða:

Skoðun

Bull borgaryfirvalda

Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar

Velferðaryfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu um daginn þar sem þau fullyrtu að borgin stæði sig óaðfinnanlega í þjónustu sinni við fatlað fólk á sama tíma og hún tapaði máli í héraðsdómi vegna rolugangs við þjónustu fatlaðra!

Skoðun

Fjölbreytt atvinna fyrir alla!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að.

Skoðun

Þegar vísindin hlusta ekki á vísindin

Viggó Örn Jónsson skrifar

Bóluefnin við Covid 19 eru vísindalegt afrek sem gera heimsbyggðinni mögulegt að hefja eðlilegt líf að nýju. Við sjáum þau gera nákvæmlega það sem þau áttu að gera. Þau draga úr smitum og þau smit sem upp koma eru miklu vægari.

Skoðun

Sósíalistar vita hvers virði málfrelsið er

Andri Sigurðsson skrifar

Við lifum á tímum þar sem örfá tæknifyrirtæki eru í einokunarstöðu yfir samskiptum okkar. Hvort sem það eru persónuleg samskipti okkar við vini eða fjölskyldu eða opinber samskipti.

Skoðun

Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?

Jón Páll Haraldsson skrifar

Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt?

Skoðun

Örlagastund í sóttvörnum

Halldór Auðar Svansson skrifar

Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga.

Skoðun

Þjóðhátíð er menningararfur og stolt Vestmannaeyinga

Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar

Enn og aftur heyrist í aðdraganda verslunarmannahelgar neikvæðni og gagnrýnisraddir í almennri umræðu gagnvart Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Sukk og svínarí, græðgishátíð og jafnvel verri hlutir eru látnir flakka tengdir kynferðisafbrotum sem eru ólíðandi sama í hvaða umhverfi og á hvaða tímapunkti þau gerast

Skoðun