Ákall Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hælis- og flóttabarna Margrét Vala Marteinsdóttir og Kristín Thoroddsen skrifa 1. mars 2024 10:00 Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun