Sport

Styrmir reif til sín flest frá­köst

Styrmir Snær Þrastarson og félagar í Union Mons-Hainaut áttu í vandræðum með að setja niður körfur í kvöld og töpuðu gegn Spirou, 60-50, í hollensk-belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti

Ýmir dýr­mætur í fyrsta sigrinum

Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði fimm mörk úr sex skotum fyrir Göppingen í kvöld þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku 1. deildinni í handbolta.

Handbolti

Fyrir­liði Hauka sleit krossband

Haukakonur eru á toppnum í Bónus deild kvenna í körfubolta með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjum sínum en liðið varð engu að síður fyrir áfalli í síðasta leik.

Körfubolti

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Fótbolti

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti

Lætin í Kópa­vogi til skoðunar hjá KKÍ

Lætin sem áttu sér stað í hálf­­­leik í leik Grinda­víkur og Hattar í 3.um­­­ferð Bónus deildar karla í körfu­­bolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leik­­maður Grinda­víkur sló í and­lit Cour­voisi­er Mc­­Caul­ey leik­­manns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfu­knatt­­leiks­­sam­bandi Ís­lands. Þetta stað­festir fram­kvæmda­stjóri sam­bandsins í sam­tali við Vísi.

Körfubolti

Fót­­boltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkur­kýr fé­lagsins“

Eftir tuttugu og eins árs feril í em­bætti formanns knatt­spyrnu­deildar Vals hefur Börkur Ed­vards­son á­kveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnar­setu á komandi haust­fundi fé­lagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fót­boltanum hjá Val í fram­tíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fót­boltinn sé mjólkur­kýr félagsins.

Íslenski boltinn

Sjáðu höggið og lætin í Kópa­vogi

Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar.

Körfubolti