Viðskipti innlent

Ingvar nýr samskiptastjóri SFF

Ingvar Haraldsson er nýr samskiptastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Ingvar hefur starfað sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins frá árinu 2018. Fyrir það hefur hann verið viðskiptablaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, Fréttablaðinu og Vísi.

Viðskipti innlent

Arion breytir vöxtum

Arion banki hefur ákveðið að að lækka vexti á verðtryggðum íbúðalánum sem bera breytilega vexti frá og með deginum í dag um 0,15 prósent og verða því 2,79 prósent. Þetta á við um lán sem þegar hafa verið veitt og ný útlán.

Viðskipti innlent

Metsæta­nýting hjá Icelandair í apríl

Metsætanýting var hjá Icelandair í apríl en heildarfjöldi farþega var um 296 þúsund og um 22 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar farþegar voru 242 þúsund. Sætaframboð í apríl jókst um 17 prósent miðað við fyrra ár.

Viðskipti innlent

Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára

Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent

Hrun hjá Marel og feðgarnir töpuðu 7,5 milljörðum

Verð á hluta­bréfum Marel lækkaði í gær um 17,56 prósent og fór markaðs­virði fé­lagsins úr 452 milljörðum niður í 381 milljarð. Eignarhlutur Eyrir Invest, stærsta hlut­hafinn í Marel, rýrnaði um 19,5 milljörða króna  vegna lækkunarinnar. Hlutur tveggja stærsta eig­enda Eyris, feðganna Þórðar Magnús­sonar og Árna Odds Þórðar­sonar rýrnaði um 7,5 milljarða vegna lækkana gær­dagsins.

Viðskipti innlent

Gamestöðin færir sig úr Kringlunni yfir í netheima

Gamestöðin mun loka verslun sinni í Kringlunna næstkomandi sunnudag. Eigandi verslunarinnar segir að ekki sé hægt að keppa við netverslunina í leikjatölvunum sjálfum. Gamestöðin er þó ekki hætt í rekstri þar sem hún lætur til skarar skríða á heimavelli - í netheimum.

Viðskipti innlent