Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Spá ó­breyttum stýri­vöxtum

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum

Forsvarsmenn tæknirisans Apple eru búnir að taka skref í átt að því að gera fólki kleift að stýra snjalltækjum fyrirtækisins með heilabylgjum. Með því að setja litlar tölvur í heila fólks sem greina geta rafboð í heilanum og túlkað þau á að verða hægt að stýra tækjum með hugsunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr tapi og not­endum fjölgar um 66 pró­sent

Tap ársins hjá Indó nam tæpum 281 milljón króna á síðasta ári en var tæplega 327 milljónir árið á undan. Virkir kortanotendur hjá Indó voru rúmlega 57 þúsund í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 66 prósent á milli ára. Þá jókst kortaveltan um 136 prósent á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá fundaði með PPP en af­þakkaði þjónustu

Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika.

Viðskipti innlent