Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar

Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Origo kaupir Kappa

Origo hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé hugbúnaðarráðgjafafyrirtækisins Kappi ehf., sem sérhæfir sig í innleiðingu Microsoft Business Central, sem er nýjasta kynslóð viðskiptakerfa frá Microsoft. Kaupin eru hluti af stefnu Origo um að efla stöðu sína sem leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana í hagnýtingu Microsoft lausna, þar á meðal Business Central, Power Platform, Fabric og Azure.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sýn gefur út afkomuviðvörun

Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna

Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play

Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Icelandair hrapar

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bæta meðgönguvernd við hefð­bundna sjúk­dóma­tryggingu

Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri.

Neytendur