Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Hallur Flosason hefur verið ráðinn rekstrarstjóri prentlausna hjá OK. Hlutverk rekstrarstjóra felst í að halda utan um sölu á HP prentbúnaði, rekstrarvöru, prentsamningum og þjónustu til viðskiptavina. Viðskipti innlent 27.1.2025 13:51
Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Berglind Una Svavarsdóttur hefur tekið við sem forstöðukonu Digital Labs hjá Origo. Í tilkynningu segir að Digital Labs deildin veiti þjónustu og ráðgjöf á sviði stafrænnar umbreytingar, veflausna, hagnýtingu gagna og gervigreindar. Viðskipti innlent 27.1.2025 09:57
„Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ „Ég lærði textíl í Myndlistaskóla Reykjavíkur því ég hef alltaf verið mjög hrifin af handverki og hönnun,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, ein af forsprökkurum Flöff, nýsköpunarfyrirtæki sem ætlar að þæfa nýjan textíl úr ónýtum textílúrgangi. Atvinnulíf 27.1.2025 07:03
Vatnsbúskapurinn fer batnandi Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað. Viðskipti innlent 24.1.2025 11:53
Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Hildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 24.1.2025 09:02
Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Isavia svipti stærsta flugþjónustufyrirtæki einkaþotna starfsleyfi á bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli vegna öryggisástæðna í síðustu viku. Eigandi fyrirtækisins segir að sviptingin hafi verið kærð til Samgöngustofu en Isavia vill ekki svara hvers vegna rekstrarleyfið var tekið af því. Viðskipti innlent 24.1.2025 07:02
Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. Atvinnulíf 24.1.2025 07:02
Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Hefring Marine, íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun snjallsiglingartækja undirritaði í gær samning við norsku sjóbjörgunarsveitina, Redningsselskapet. Viðskipti innlent 23.1.2025 17:54
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. Viðskipti innlent 23.1.2025 15:46
Ari nýr tæknistjóri Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems hefur gengið frá ráðningu Ara Guðfinnssonar í starf tæknistjóra til að leiða nýtt tæknisvið innan fyrirtækisins. Viðskipti innlent 23.1.2025 14:01
Enn deila Musk og Altman Elon Musk og Sam Altman, forstjóri OpenAI sem gerir út ChatGPT, eru enn að deila. Altman sakaði Musk um að segja ósatt eftir að Musk hélt því fram að nýtt fyrirtæki sem á að reisa gagnaver fyrir gervigreind OpenAI skorti fjármagn. Viðskipti erlent 23.1.2025 12:14
Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Notendur forrits sem ætlað er að sporna við matarsóun með því að bjóða notendum veglega afslætti á mat sem annars yrði hent geta fengið veglegan afslátt. Neytendur 23.1.2025 11:53
Innkalla brauð vegna brots úr peru Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 grömm með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit. Mögulega er um að ræða brot úr peru. Neytendur 23.1.2025 11:50
Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent. Viðskipti innlent 23.1.2025 06:53
Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Viðskipti innlent 22.1.2025 21:03
Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. Neytendur 22.1.2025 15:48
Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. Viðskipti innlent 22.1.2025 14:56
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. Viðskipti erlent 22.1.2025 11:32
Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22.1.2025 10:01
Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45
„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. Atvinnulíf 22.1.2025 07:02
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. Viðskipti innlent 21.1.2025 21:58
Kaffi Kjós til sölu Kaffi Kjós við Meðalfellsveg er til sölu. Kaffihúsið hefur verið rekið frá árinu 1998 og eigendur segja samfélagið á svæðinu vona að veitingarekstur haldi þar áfram. Viðskipti innlent 21.1.2025 19:55
Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Skóvinnustofunni í Reykjavík, sem áður gekk undir nafninu Þráinn skóari, verður lokað fyrir mánaðamót. Þar með hverfur síðasti starfandi skósmiðurinn í miðborg Reykjavíkur á braut. Viðskipti innlent 21.1.2025 13:15