Viðskipti Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Viðskipti innlent 7.2.2022 17:57 Yfirmenn Heimkaups keyra út í dag Starfsfólk Heimkaups hefur vitanlega ekki farið varhluta af því aftakaveðri sem nú gengur yfir landið. Samstarf 7.2.2022 14:38 Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota. Viðskipti innlent 7.2.2022 14:00 Viðskiptavinir N1 Rafmagns fá leiðréttingu á næsta rafmagnsreikningi Viðskiptavinir N1 Rafmagns, sem skipt hafa um orkusala, þurfa að koma grieðsluupplýsingum til félagsins svo þeir fái endurgreiðslu vegna mismuns á auglýstum taxta og þrautavarataxta. Neytendur 7.2.2022 13:23 Innkalla bjórdósir sem geta sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 7.2.2022 11:37 Nesjavellir komnir á fullt eftir sprenginguna Allar fjórar aflvélar Nesjavallavirkjunnar eru nú komnar í gang og farnar að framleiða rafmagn, eftir spreningu sem þar varð í síðustu viku. Viðskipti innlent 7.2.2022 11:08 Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 7.2.2022 10:11 N1 Rafmagn endurgreiðir viðskiptavinum fyrir mismun á taxta frá upphafi N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða viðskiptavinum, sem komu til félagsins í gegn um þrautavaraleið stjórnvalda, þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. Neytendur 7.2.2022 09:31 Fjöldi starfsfólks telur stjórnendur óþarfa Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýnir að meirihluti starfsfólks telur að það gæti auðveldlega skilað sínu starfi án þess að vera með yfirmann. Atvinnulíf 7.2.2022 07:01 Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. Viðskipti innlent 6.2.2022 09:01 Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Viðskipti innlent 6.2.2022 08:01 Huld óskaði eftir að láta af störfum Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor. Viðskipti innlent 5.2.2022 18:49 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. Atvinnulíf 5.2.2022 10:00 Keahótel ætla í sókn á Sigló Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Viðskipti innlent 4.2.2022 22:33 TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. Viðskipti innlent 4.2.2022 21:05 Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 4.2.2022 17:44 Lokakeppni Gulleggsins 2022 Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi. Viðskipti innlent 4.2.2022 15:01 Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. Viðskipti innlent 4.2.2022 13:40 Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. Viðskipti innlent 4.2.2022 11:40 Keppast um að komast í hóp Controlant, Meniga og Pay Analytics Tíu teymi keppa til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í dag en keppnin hófst 15. janúar. Alls bárust 155 hugmyndir í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. Viðskipti innlent 4.2.2022 07:00 Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. Atvinnulíf 4.2.2022 07:00 Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. Viðskipti erlent 3.2.2022 22:01 Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. Viðskipti innlent 3.2.2022 13:37 Jurtaolíur hækka mest í verði Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. Viðskipti erlent 3.2.2022 11:00 Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. Viðskipti innlent 3.2.2022 09:52 Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. Viðskipti erlent 3.2.2022 08:40 Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. Atvinnulíf 3.2.2022 07:01 Hægt að finna rafhlaupahjól og sjá mengun með auðveldum hætti Nú er hægt að sjá staðsetningar á rafhlaupahjólum Hopp, OSS og ZOLO inn á vef Strætó. Sömuleiðis eru veittar upplýsingar um rafhlöðustöðu hjólanna. Viðskipti innlent 2.2.2022 17:07 Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 2.2.2022 15:43 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Neytendur 2.2.2022 15:02 « ‹ 198 199 200 201 202 203 204 205 206 … 334 ›
Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. Viðskipti innlent 7.2.2022 17:57
Yfirmenn Heimkaups keyra út í dag Starfsfólk Heimkaups hefur vitanlega ekki farið varhluta af því aftakaveðri sem nú gengur yfir landið. Samstarf 7.2.2022 14:38
Skuldar þrotabúi félags sonarins þrettán milljónir Athafnamaðurinn Jón Ragnarsson þarf að greiða þrotabúi Harrow House ehf. tæpar þrettán milljónir króna eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sonur Jóns var eigandi alls hlutafjár í Harrow House, sem rak veitingastaðinn Primo að Þingholtsstræti 1 í Reykjavík, áður en hann varð gjaldþrota. Viðskipti innlent 7.2.2022 14:00
Viðskiptavinir N1 Rafmagns fá leiðréttingu á næsta rafmagnsreikningi Viðskiptavinir N1 Rafmagns, sem skipt hafa um orkusala, þurfa að koma grieðsluupplýsingum til félagsins svo þeir fái endurgreiðslu vegna mismuns á auglýstum taxta og þrautavarataxta. Neytendur 7.2.2022 13:23
Innkalla bjórdósir sem geta sprungið ÁTVR hefur innkallað vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu. Neytendur 7.2.2022 11:37
Nesjavellir komnir á fullt eftir sprenginguna Allar fjórar aflvélar Nesjavallavirkjunnar eru nú komnar í gang og farnar að framleiða rafmagn, eftir spreningu sem þar varð í síðustu viku. Viðskipti innlent 7.2.2022 11:08
Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 7.2.2022 10:11
N1 Rafmagn endurgreiðir viðskiptavinum fyrir mismun á taxta frá upphafi N1 Rafmagn hefur ákveðið að endurgreiða viðskiptavinum, sem komu til félagsins í gegn um þrautavaraleið stjórnvalda, þann mismun sem var á auglýstum taxta og þrautavarataxta frá upphafi. Neytendur 7.2.2022 09:31
Fjöldi starfsfólks telur stjórnendur óþarfa Nýleg könnun í Bandaríkjunum sýnir að meirihluti starfsfólks telur að það gæti auðveldlega skilað sínu starfi án þess að vera með yfirmann. Atvinnulíf 7.2.2022 07:01
Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. Viðskipti innlent 6.2.2022 09:01
Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ Viðskipti innlent 6.2.2022 08:01
Huld óskaði eftir að láta af störfum Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor. Viðskipti innlent 5.2.2022 18:49
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. Atvinnulíf 5.2.2022 10:00
Keahótel ætla í sókn á Sigló Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Viðskipti innlent 4.2.2022 22:33
TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. Viðskipti innlent 4.2.2022 21:05
Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. Viðskipti innlent 4.2.2022 17:44
Lokakeppni Gulleggsins 2022 Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi. Viðskipti innlent 4.2.2022 15:01
Auglýsingatekjur fjölmiðla drógust saman um sextán prósent Tekjur innlendra fjölmiðla af birtingu og flutningi auglýsinga árið 2020 drógust saman um 16% frá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Sambærilegur samdráttur sást einnig í auglýsingagreiðslum til erlendra miðla. Heildartekjur innlendra fjölmiðla rýrnuðu um 6% frá fyrra ári en tekjur af notendum jukust um 2%. Viðskipti innlent 4.2.2022 13:40
Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. Viðskipti innlent 4.2.2022 11:40
Keppast um að komast í hóp Controlant, Meniga og Pay Analytics Tíu teymi keppa til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í dag en keppnin hófst 15. janúar. Alls bárust 155 hugmyndir í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. Viðskipti innlent 4.2.2022 07:00
Leiðir til að kljást við reiða eða dónalega viðskiptavini Það er mikilvægt að muna að reiður eða dónalegur viðskiptavinur er í fæstum tilfellum reiður við þig persónulega. Atvinnulíf 4.2.2022 07:00
Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. Viðskipti erlent 3.2.2022 22:01
Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. Viðskipti innlent 3.2.2022 13:37
Jurtaolíur hækka mest í verði Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. Viðskipti erlent 3.2.2022 11:00
Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. Viðskipti innlent 3.2.2022 09:52
Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins. Viðskipti erlent 3.2.2022 08:40
Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. Atvinnulíf 3.2.2022 07:01
Hægt að finna rafhlaupahjól og sjá mengun með auðveldum hætti Nú er hægt að sjá staðsetningar á rafhlaupahjólum Hopp, OSS og ZOLO inn á vef Strætó. Sömuleiðis eru veittar upplýsingar um rafhlöðustöðu hjólanna. Viðskipti innlent 2.2.2022 17:07
Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga. Viðskipti innlent 2.2.2022 15:43
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. Neytendur 2.2.2022 15:02