Skiptar skoðanir: Á að leyfa vændi? 13. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar