Atorka á óvæntum sviðum 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg,
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar