Formenn án framtíðar 6. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna?
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun